Er trúlegt að IFAW fari með sannleikann ?

IFAW berst gegn hvalveiðum og verður að taka mið að því þegar samtökin fjalla um hvalveiðar.  Þegar barátta gegn hvalveiðum hófst þá var víða stunduð rányrkja á þessum miklu dýrum.  Ofveiði leiddi til þess að víða var ekki lengur ábatasamt að stunda þessar veiðar og því lögðust þær af. Umhverfissamtök börðust einnig hatrammlega gegn hvalveiðum og varð þekkt slagorðið "save the last whale".  Íslendingar voru trúlega fyrstir í heiminum til að banna hvalveiðar á öðrum áratug síðustu aldar.  Um og eftir seinna stríð hófust svo aftur veiðar við Ísland sem voru alla tíð hófsamar.  Því miður hafa umhverfissamtök aldrei greint á milli sjáfbærra hvalveiða eða ofveiði og barist gegn öllum hvalveiðum. Þannig gilti hvalveiðibann IWC um allar hvalveiðar.  IFAW vill banna allar hvalveiðar um aldur og ævi. Nú eru rökin ekki lengur "save the last whale", heldur á bara ekki að nýta þessa auðlind til matar.  Að kalla einhvern iðanað deyjandi er mikill hroki og lýsir virðingarleysi fyrir þessari atvinnugrein.  Það getur vart talist óeðlilegt að það séu til birgðir, slíkt er til af flestum vörum.  Þegar  IFAW birtir svona upplýsingar um afkomu í hvalveiðum Japana, þá verður að taka mið að því að þeir miða sínar upplýsngar við það að þjóna sínum málsstað og getur vart talist óháð úttekt á þessum málum. 


mbl.is Hvalveiðar skattgreiðendum dýrar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þegar friðunarrökin duga ekki ein og sér þá fara náttúru og dýraverndunarsamtök alltaf í þennan pakka. Við þekkjum þetta úr heimahögunum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.2.2013 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 183764

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband