Sameiginleg forsjá í sama hverfi er best.

Það er staðreynd að börn sem alast upp án föðurs eða aðeins hjá einu foreldri er mun hættara við að lenda afvega í lífinu.   Rannsóknir sýna að þar sem að börn hafa áfram ríkt samband við báða foreldra þá minnka líkurnar á að barn lendi af sporinu. Það er áætlað að um 1 af hverjum 5  skilnaðarbörnum lendi afvega í lífinu.  Í bókinni "Skilsmissa börn berättar" eða "Skilnaðarbörn segja frá" frá árinu 2002 fjalla sænsku Öberg-hjónin, Bente og Gunnar um afdrif barna sem höfðu jafna búsetu hjá foreldrum eftir skilnað foreldra.   Rannsóknin stóð í yfir  20 ár. Niðurstaðan varð sláandi. Einungis eitt af þeim 50 börnum, sem fylgst var með, hafði lent illa afvega í lífinu. Fimm aðrir höfðu tímabundið lent í minniháttar vandamálum, en voru öll fjölskyldufólk í góðri stöðu við lok rannsóknarinnar. Ályktun Öberg-hjónanna var skýr eftir þessa rannsókn: Látum búsetu barna vera sem jafnasta hjá báðum foreldrum eftir skilnað.  Öberg-hjónin bentu á að í slíku fyrirkomulagi hafi allir áfram hlutverk, hvorugt foreldrið er tapari í skilnaðinum og börnin njóta áfram ríkra samvista við báða foreldra. En báðir foreldrar hafa einnig ríkan tíma til byggja upp sitt eigið líf.  Þannig eru foreldrarnir betur á sig komin að takast á við foreldrahlutverkið þá viku  sem barnið er hjá þeim.  Mikilvægt er að foreldrar búi í sama hverfi og að samkomulag sé gott. Raunar sýna rannsóknir að í slíku fyrirkomulagi hjaðna fyrr skilnaðardeilur foreldra. Langflestum  í úrtaki Öberg hjónanna fannst þetta gott fyrirkomulag og myndu einnig vilja slíkt fyrirkomulag fyrir sín börn ef þau lentu í skilnaði við sinn maka.   Margar aðrar rannsóknir styðja niðurstöðu Öberg hjónanna.   Foreldrajafnrétti eru því bestu hagsmunir barnanna og besta forvörnin, einnig  eftir skilnað foreldranna.

 Sameiginleg forsjá snýst um það að foreldrar slái skjaldborg um hagsmuni barnanna og hluti af því hlýtur að vera að stuðla að því að barnið sé í sama hverfi hjá báðum foreldrum, eigi sömu vini osfrv.   Rannsóknir sýna að það eru bestu hagsmunir barna.

 


mbl.is Ganga í tvo skóla vegna skilnaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En að ganga skrefi lengra og setja fjarlægðarskilyrði fyrir sameiginlegu forræði? EF foreldrar vilja sameiginlegt forræði ætti þetta að vera fyrsta samkomulagsatriðið. Annar sem þú skrifar er ég sammála og vel fram sett. Kveðjur á Norðfjörð.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 11:08

2 Smámynd: Gísli Gíslason

Sæll nafni.  Almennt vantar allt innihald í sameiginlega forsjá hér á landi, en þetta er samt mikilvæg réttarbót.  Allar skyldur og réttindi virðast ennþá bundið lögheimili barnanna.  

Að barn eigi báða foreldrar áfram sem uppalendur eru bestu hagsmunir barns.  Þannig ætti lykilspurning við skilnað foreldra ekki að vera sú hvort foreldrið fær lögheimili (sem svo fær barnabætur, meðlög, mæðra/feðralaun, vaxta eða húsaleigubætur sem einstætt foreldri).  Lykil spurningin ætti að vera: Hvernig er réttur barns til að alast áfram upp hjá báðum foreldrum tryggður sem best.

Eitt sinn voru börn flokkuð í skilgetin og óskilgetin börn eftir því hvort þau voru hjónabandsbörn eða ekki.  Þetta voru svona  a og b flokkun á börnum

Í dag flokkast foreldrar sem forsjár eða forsjárlausir foreldrar, svona a og b flokkun ekki ósvipað eins og gert var með börn áður fyrr. 

Auðvitað á ekkert að flokkar hvorki börn í skilgetin eða óskilgetin, né foreldra í forsjár eða forsjárlausa. Heldur er barn bara barn og  foreldri að sama skapi bara foreldri.  Löggjafinn og framkvæmdavaldið bera að styrkja og hlú að sambandi barns og foreldris og tryggja það að foreldrar skipti skynsamlega  á milli sín foreldraábyrgðinni á skynsamlegan hátt og tryggja þannig samband barnsins við báða foreldra.

Gísli Gíslason, 24.8.2007 kl. 12:26

3 Smámynd: Sigrún Einars

Og hvenær ætlar þú að bjóða þig fram til þings Gísli?  Einhver þarf að koma þessum hlut á rétt ról, þú virðist hafa góða sýn á þessi mál.

Sigrún Einars, 24.8.2007 kl. 12:30

4 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Hæ frændi

Ánægður með hvað þú ert duglegur að halda málstaðnum á lofti.  Gleðilega helgi og gleðilegt brúðkaup.

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 24.8.2007 kl. 17:17

5 Smámynd: SigrúnSveitó

Ég er svo sammála að það á að hafa hagsmuni barna í fyrirrúmi við skilnað og best af öllu ef foreldrar geta komist að samkomulagi og verið vinir...amk ekki óvinir.

Ég hef sjálf reynslu af þessu máli þannig að ég er skilnaðarbarn.  Var langmest hjá mömmu og saknaði samvista við pabba minn í mörg ár.  Það sem mér hefur alltaf þótt best var að foreldrar mínir sýndu aldrei annað en að þau væru vinir, töluðu fallega um hvort annað og svo framvegis.  Hins vegar hefði ég viljað búa nær pabba og geta hitt hann oftar en mánuð á sumrin og önnur hver jól.

Svo þekki ég þetta sem stjúpmóðir yndislegrar stelpu.  Þar hefur því miður ekki verið sama upp á teningnum...móðirin hefur átt erfitt með að sýna þroska og hefur ekki getað setið á sér að tala illa um pabbann svo barnið hefur heyrt. Það er ljótt að gera.  Samskiptin hafa verið stirð og móðirin gert okkur erfitt fyrir að eiga eðlileg samskipti við stelpuskottið.  Það hefur verið erfitt fyrir okkur öll, sérstaklega manninn minn.  Og börnin okkar hafa saknað, og sakna samveru við systir sína.

Og svo ég haldi áfram...þá finnst mér, sem móður 3ja ólíkra barna, FÁRÁNLEGT að börn gangi í tvo skóla.  Eitt barnið mitt myndi hreinlega deyja inn í sér við slíkt, hann myndi aldrei þola slíkt, enda á hann erfitt með að mynda tengsl á einum stað...hvað þá tveimur.  Hin tvö eru félagsverur og eiga auðvelt með að mynda tengsl og eignast vini, en ég get ekki séð að þau myndu hafa gott af að vera í einum skóla eina viku og öðrum skóla hina vikuna.  

Ekki gæti ég sjálf hugsað mér að vinna á einum vinnustað aðra vikuna og svo allt öðrum vinnustað hina vikuna...ekki nema þá mjög tímabundið...

Nú ætla ég að "þegja" og óska ykkur yndislegs dags í dag, kæru Gísli og Bergrós. 

SigrúnSveitó, 25.8.2007 kl. 14:04

6 Smámynd: Gísli Gíslason

Takk Sigrún fyrir einlæg og góð skrif.  Þú þekkir þessi mál frá ýmsum hliðum og hefur góða sýn á  þessi mál. 

Það er mikilvægt að foreldrar hafi góða samvinnu og mikilvægt að barn eigi ríkar samvistir við báða foreldra.   Ég hef samt efasemdir um að það sé gott fyrir barn að ganga í tvo skóla og held að í flestum tivikum sé það ekki gott.  

Í mínum huga er sameiginleg forsjá  það að foreldrar slái sameiginlega skjaldborg um tilveru barnsins/barnanna þannig að börnin séu í sama skóla og eigi sömu félaga, bæði þegar þau dveljast hjá mömmu og pabba. 

Gísli Gíslason, 26.8.2007 kl. 23:03

7 Smámynd: SigrúnSveitó

Takk Gísli :)

Hlakka til að sjá mynd af ykkur nýgiftu

SigrúnSveitó, 27.8.2007 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 183933

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband