Norðfjarðargöng: Mikil sorgarsaga, veggjöld eru eina vonin um lausn.

Það tók fjölda ára að byggja Oddskarðsgöng og trúlega voru þau úrelt áður en þau voru vígð árið 1977. Fljótlega eftir 1980 sem komu fram hugmyndir um svokölluð T-Göng sem áttu að liggja á milli Norðjarðar og Seyðisfjarðar í gegnum Mjóafjörð og úr Mjóafirði uppí Hérað. Tilgangurinn var m.a. að rjúfa vetrareinangrun Seyðisfjarðar og Norðfjarðar og tengja þessa staði betur við ört vaxandi samfélag á Héraði. Stjörnvöld ákváðu að bora fyrst fyrir vestan, þ.e. frá Ísafirði yfir í Súgandafjörð og Önundarfjarðar. Um þetta var samstaða á milli Aust- og Vestfirðiga. Þegar búið var að bora fyrir vestan þá voru Austfirðingar ekki lengur samstíga í jarðgangnagerð. Á teikniborðið voru komin Fáskrúðsfjarðargöng, Hornafjarðargöng ásamt ítrekaðri kröfu um göng undir Hellisheiði til Vopnafjarðar. Einnig voru komin sterk rök fyrir göngum á milli Ólafsfjarðar til Siglufjarðar. T-göng lentu aftur fyrir röðina.

Það fór svo að gerð voru Hornafjarðar-, Fáskrúðsfjarðar og Héðinsfjarðargöng. Á sama tíma gerðu Norðfirðingar orðið ríkari kröfu um ný Oddskarðsgöng enda búð að stofna sveitarfélagið Fjarðabyggð. Krafan um T-göngin lenti því enn neðar í forgangsröðuninni. Svo fór að stjórnvöld gerðu jarðgöng til Bolungarvíkur og nú er ljóst að ekkert verður af nýjum Norðfjarðargöngum að svo komnu máli.

Frá þeim tíma sem byrjað var að tala um T-göng til að styrkja samgöngur til Norðfjarðar og Seyðisfjarðar, þá hefur fólki fækkað og samfélögin veikst á báðum stöðum.

Það að Íslendingar og austfirðingar eru ekki komnir lengra í jarðgangnagerð tel ég að megi rekja m.a. til eftirfarandi þátta:
a) Samstöðuleysi innan fjórðungsins um forgangsröðun.
b) Þingmenn fjórðungsins hafa ekki haft kjark eða dug eða hvorutveggja til að koma þessum málum áfram í hagsmunapoti við fjárlagagerð á Alþingi, enda baklandið heima í héraði ekki samstíga.
c) það hefur skort meira fjármagn í þennan málaflokk og það gerist bara með annaðhvort aukinni skattheimtu eða með að taka upp veggjöld. Eðlilega vill enginn greiða meira skatta og öll umræða um veggjöld hefur verið kæfð í fæðingu. Ef Íslendingar hefðu tekið upp veggjöld fyrir um 30 árum þá hefði verið mun meira fjármagn í þessum málaflokki og það væru trúlega í dag 3-5 fleiri jarðgöng á landinu.

Í mínum huga er eina leiðin til að setja aukinn kraft í jarðgangnagerð er að samfélgið samþykki að almennt skuli jarðgöng a.m.k að hluta fjármagnast með veggjöldum. Ef ekki næst samstaða um það, þá er bara að halda áfram að bíða eftir ríkinu og það sér ekkert fyrir endann á þeirri bið, því miður.


mbl.is Gamla fólkið þorir ekki í göngin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 183888

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband