Hanna Birna tekur við D-skipinu í stórsjó og stormi!

Þetta kjörtímabil er með ólíkindum fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík og endurspegla fylgiskannanir óvenju veika stöðu flokksins í höfuðborginni.   Gamla góða Villa gekk ekki nógu vel þegar hann tók við sem borgarstjóri.  Hann hrökklaðist frá völdum, búinn að misstíga sig og átti greinilega ekki stuðning samherja sinna í borgarstjórnarflokknum.  

Kannski byrjaði vandamálið strax eftir kosningar þegar hann hætti við að mynda meirihluta með Ólafi F. Magnússyni en myndaði þess í stað meirhluta með með Birni Inga og Framsóknarflokknum.  Sú stefnubreyting að fara með Birni en ekki Ólafi var að öllum líkindum að áeggjan æðstu manna flokksins.  Kannski byrjuðu vandamál Villa þegar hann fór að hlýða Valhöll frekar en að fylgja sínum huga.   Kannski væru bæði  Villi og Ólafur búnir að sigla lygnan sjó þetta kjörtímabil ef þeir hefðu myndað meirihluta saman strax í upphafi.   Í  staðinn eru trúlega báðir að syngja sinn svanasöng í íslenskum stjórnmálum.

Hvað sem því líður, þá er Hanna Birna tekinn við sem leiðtogi Sjálfstæðismanna  í Reykjavík.   Þegar hún tekur við þá er flokkurinn í Reykjavík í einhverri erfiðustu stöðu sem hann hefur verið í.  Takist henni að rífa flokkinn upp þá er ljóst að hún verður ein af þeim sem koma sterklega til greina sem framtíðar leiðtogi flokksins.


mbl.is 26,2% segjast styðja nýjan meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Úff... er þetta ekki orðið ágætt af flokkunum í borgarstjórn, þurfum við ekki bara nýjar leiðir til að stýra þessu apparati ? Flokkarnir valda þessu ekki, það er ljóst, og það er vegna þess að þeir eru alltaf í limbó milli borgar- og flokkshagsmuna...og flokkshagsmunirnir vega alltaf þyngra.

Haraldur Davíðsson, 18.8.2008 kl. 13:16

2 Smámynd: Gísli Gíslason

Oft finnst manni eins og margir er starfa í borgarpólitíkinni líti á það sem stökkpall inní landsmálin.

Gísli Gíslason, 19.8.2008 kl. 08:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 183879

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband