Jón fótalausi, baráttusaga manns!

Þegar ég var barn austur á Norðfirði þá heyrði maður sögur um Jón fótalausa, manninn sem hafði lent í sjóhrakningum á Seyðisfirði og kalið svo illa að það þurfti að taka neðan af báðum fótum um miðjan legg.  Jón fótalausi gafst ekki upp og lét sérsmíða á sig skó, en hann gekk á hnjánum.  Þannig réri hann til fiskjar á árabátum.  Þetta hefur verið seigla og dugnaður.  Amma átti mynd af Jóni, sem tekin var hjá ljósmyndara á Seyðisfirði.

Jón fótalausi ii

Jón hafði byggt lítið hús rétt ofan við Grund, við Strandgötu þar sem amma og afi áttu heima. Í því húsi bjuggu heiðurshjónin Sigga og Eiki, þegar ég man eftir mér, en Jón nefndi húsið Hlíðarhús.  Í kringum húsið var stór garður og í S.V. horni garðsins var annað enn minna hús, sem var kartöflu geymsla. Í því húsi var víst búið í gamla daga og þar ólst upp m.a. Svavar Benediktsson tónskáld.    Seinna kom gata ofan við Strangötu sem fékk nafnið Urðarteigur og þá varð húsið sem Jón fótalausi byggði og Sigga og Eiki áttu heima í,  Urðarteigur nr  17 og er enn.   Hús foreldra minna reis fullklárað árið 1969 og er nr 18 við Urðarteig, raunar byggt í landi sem tilheyrði Hlíðarhúsi.

Þegar ég kynntist Bergrós þá var hún áskrifandi að Gletting, sem er Austfirskt blað um Austfirsk málefni.  Margt fróðlegt er í því blaði, gefið út af duganaðarmönnum eystra.   Í nýjasta blaði Glettings er fjallað um hrakningasögu Jóns fótalausa. Sagan er skráð árið 1923 af Vald. V. Snævarr sem þá var skólastjóri á Norðfirði.   Ég las söguna af áhuga og myndin hér að ofan er úr Gletting en er eins mynd og amma átti. Í greininni í Gletting kom fram að Jón fótalausi var héðan af Álftanesi og ekki bara það, heldur frá Gesthúsum sem er næsta nágrenni við Hákotsvör, þar sem ég bý.   

Jón fæddist árið 1856 í Gesthúsum á Álftanesi.  Hann  fór ungur í vist til Gríms Thomsen að Bessastöðum og fyrir tvítugt var hann farinn austur á land.   Árið 1880 fór hann við fjórða mann í hinn örlagaríka róður frá Seyðisfirði og útmeð Skálanesbjargi.  Hann kól svo mikið að taka þurfti neðan af báðum fótum.  Aðrir tveir í áhöfn misstu neðan af öðrum fæti en sá fjórði slapp.  Árið 1901 flytur Jón til Norðfjarðar þar sem hann lést árið 1931. Hann giftist Guðrúnu Kristjánsdóttur og eignuðust þau 3 dætur en ein lést ung.   Jón gekk á hnjánum í sérsmíðuðum stígvélum og hann réri til fiskjar og var þannig bjargálna.  Saga Jóns er átaka og raunasaga, en saga manns sem ekki gafst upp.  Ég býst við að honum hefði þótt fjármála kreppa 21. aldarinnar léttvæg.  Hvað sem því líður þá er lærdómurinn af hans sögu sú að oftast eru til lausnir, líka í erfiðri stöðu.

Þorstein Víglundsson fyrrverandi skólastjóri í Eyjum skráði sögu Jóns fótalausa en Þorsteinn ólst upp á Norðfirði og réri m.a. með honum til fiskjar.  Söguna má lesa hér og hér .

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Takk fyrir þessa athyglisverðu frásögn.

Knús&kærleikur til ykkar hjónakornanna.

SigrúnSveitó, 22.10.2008 kl. 13:01

2 Smámynd: Gísli Gíslason

Takk Sigrún, Knús og kærleikur til þín og þinna. 

Gísli Gíslason, 22.10.2008 kl. 14:19

3 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Takk Gísli. Ég man vel eftir að hafa heyrt talað um Jón fótalausa. Þessi frásögn þín er frábær. Kveðja til konunnar.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 24.10.2008 kl. 11:24

4 Smámynd: Gísli Gíslason

Takk Elma. Já mér fannst þetta sérstök tilviljun að maðurinn sem byggði húsið sem Sigga og Eiki bjuggu í og var í næsta nágrenni við æskuheimilin skuli hafa alist upp hér nánast í túnfætinum þar sem ég bý núna.  Jón átti heima um 20 ár hér á Álftanesi og 30 ár á Norðfirði. 

Bergrós byður kærlega að heilsa austur.

Gísli Gíslason, 24.10.2008 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 183764

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband