Mjög gott hjá Jóni !

Þetta er mjög þörf áminning hjá Jóni.  Útspil Samfylkingarinnar eru með ólíkindum.  Það hleypur "kosningagredda" í flokkinn þegar flokkurinn sér ágæta útkomu í skoðankönnunum.  Nær væri að sýna ábyrgð og reyna að stýra þjóðarskútunni í gegnum þennan ólgusjó og koma henni í höfn, Friðarhöfn.  Í stað þess vilja sumir í Samfylkingunni fara að eyða tíma og peningum í kosningar.  Þjóðin þarf ekkert á því að halda og slíkt tal er ábyrgðarleysi.  Þegar kjörtímabilinu er lokið þá geta flokkarnir lagt sín verk í dóm kjósenda, þangað til ber þeim að vinna vinnuna sína, skv því umboði sem kjósendur hafa veitt þeim. 


mbl.is Gagnrýnir Björgvin og Þórunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Sæll frændi

Þarna var ég ánægður með "neyðarkallinn"

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 21.11.2008 kl. 08:58

2 Smámynd: Gísli Gíslason

já segðu.  Þetta tal um kosningar er ótrúlegt ábyrgðarleysi, þar sem flokkar leggja stundarhagsmuni sína fram yfir hagsmuni þjóðarinnar.

Gísli Gíslason, 21.11.2008 kl. 09:00

3 identicon

Alveg fráleitt að fara út í kosningar nú eða á næstu mánuðum. Ráðamenn sem þola ekki mótvind hafa hins vegar ekkert að gera við stjórnvölinn og því ætti Samfylkingin einfaldlega að gefa þessum tveimur þreytulegu ráðherrum frí og stokka upp í sínu liði. Nóg er af frambærilegu liði í þingflokki Samfylkingar til að taka við.

gaius (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 09:01

4 identicon

Sælir,

Mikið er ég sammála ykkur.  Stöðuleiki er það sem skiptir máli núna, sérstaklega þó ekki væri bara fyrir þá sem eru að lána okkur miljarða á miljarða ofan.  Það hlýtur allt að loga innan þeirra eigin flokks vegna þessara ummæla, þvílíkt ábyrgðarleysi. 

Margrét (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 09:10

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Alveg get ég skilið Samfylkinguna með meirihluta landsmanna  í skoðanakönnunum í dag, en Kosningar er náttúrulega út úr öllu korti lang í frá tími núna í 4 - 5 mánaða kosningarslag, svo sem ágætt hjá þessum Jóni Gunnarssyni að taka þetta upp hálf brá þegar ég heyrði í honum enda verið gjörsamlega týndur í marga mánuði, en batnandi mönnum er best að lifa

áfram Ísland

Jón Snæbjörnsson, 21.11.2008 kl. 09:19

6 identicon

Davíð áfram í Seðlabankann, hans tími er kominn, rétt ákvörðun á næsta leiti.  Geir á sínum stað, hann er hættur að hugsa bara og fer að segja satt.  Jónas áfram yfir Fjármálaeftirlitinu, hann er að fara að átta sig á þessu.  Ekkert af því sem gerst hefur síðustu mánuði bendir til þess að hér sé breytinga þörf.

Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 10:05

7 Smámynd: Gísli Gíslason

Björn, pólitísk ráðnir embættismenn geta pólitíkusar skipt út þegar þeir telja svo.   Ef polítíkusar telja það best að skipta út embættismönnum þá gera þeir það.  Pólitíkusar sækja aftur á móti umboð sitt til kjósenda á 4 ára fresti. 

Gísli Gíslason, 21.11.2008 kl. 14:02

8 identicon

Gísli.  Það væri mun minni pressa á kosningar ef Geir væri ekki daglega í "Allt í drasli" og aldrei tekið til.   Ástæða þess að fólk heimtar ótímabærar kosningar er einföld.

Enginn er kallaður til ábyrgðar.

Engin áætlun um tiltekt, ekki einn embættismaður/ráðherra hefur misst vinnuna, þúsundir landsmanna hafa hins vegar gert það, þessi hroki er það sem erfitt er að þola.  Það er ekki rúmt um skárri kosti, það skal ég viðurkenna, það er ekki þess vegna sem ég vill kosningar, ég vill tiltekt og ef kosningar verða að vera forsenda tiltektar, þá komi þær sem fyrst.

Umboð til 4 ára, þetta eru ekki trúarbrögð!  Geir og Davíð eru búnir að tapa því umboði sem þeim var veitt í góðri trú, fádæma hroki og virðingarleysi þeirra er ekki ósvipað (ég veir best hvað ykkur er fyrir bestu) því sem við fáum að sjá hjá Jóni Ásgeir, bara úr öðru horni.   Alþingismenn eru í vinnu hjá okkur í 4 ár í senn, ef þeir halda skilorð og standa sig í vinnunni.

Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 14:47

9 Smámynd: Gísli Gíslason

Ég er mjög ósammála þér að það sé allt í drasli hjá Geir.  Hann með ráðherrum Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar hafa verið að bregðast við utanaðkomandi aðstæðum og hafa ekki setið auðum höndum. 

Það að heimta kosniningar og þá aðallega til þess að innheimta eitthvað meint fylgi í skoðanakönnunum,  er ekkert annað en ábyrgðarleysi.  Flokkarnir eiga að sýna ábyrgð og festu og klára þessa vinnu.  Ef stjórnarsamstarfið aftur á móti endar af einhverjum ástæðum og ekki tekst að mynda starfhæfa stjórn þá verður auðvitað gengið til kosninga.  

Gísli Gíslason, 21.11.2008 kl. 14:56

10 identicon

Gísli, ef Geir hendir engum undir rútuna þá endar hann sjálfur undir henni.  Hvenær finnst þér rétt að fyrsti hausinn rúlli, á næsta ári, á þarnæsta ári, daginn sem 10.000 Íslendingar eru orðnir atvinnulausir.  Ef Alex Ferguson keyrir Man U, (er poolari með ber mikla virðingu fyrir AF) niður fyrir miðja deild, (við Íslendingar erum fallnir um heila deild) þá verður skýlaus krafa um breytingar, hann sjálfur eða fjöldi leikmanna o.s.frv.  Geir er ekki búinn að vinna sér inn sama kredit og AF, og honum dettur í hug að hann komist upp með að halda áfram eins og ekkert sé, óskhyggja að mínu mati.  Ég er sennilega sömu megin í pólitíkinni og þú, en ég get ekki varið ólýðræðið í Sjálfstæðisflokknum, gafst upp fyrir nokkrum árum.   

Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 22:58

11 Smámynd: Gísli Gíslason

Björn það kom efnhagskreppa í heiminum.  Ísland varð illa fyrir barðinu á henni.  Það sem við þurfum allra síst er að efna til kosninga í miðri þeirri vinnu sem er í gangi. Það þarf að klára þá vinnu. Því tel ég ábyrgðarleysi að fara núna í kosningar.  Það þarf að klára þá vinnu sem er í gangi, ekkert er mikilvægara fyrir íslenskt þjóðarbú.  Hvort það þurfi svo  að víkja einhverjum embættismönnum, þá er það á ábyrgð stjórnmálamanna.

Gísli Gíslason, 22.11.2008 kl. 11:49

12 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Sammála þér frændi

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 23.11.2008 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 183893

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband