Munur í foreldra- og heimilisábyrgð orsakar launamun kynjanna !

Á meðan konur bera meiri ábyrgð á uppeldi barna og ábyrgð á heimili þá verður launamunur kynjanna  viðvarandi !  Er samfélagið og konur tilbúnar að koma á  foreldrajafnrétti?  Ég er hreint ekki viss um það.

 

Munur í foreldraábyrgð kynjanna er almennur, bæði þegar foreldrar búa saman en mestur þegar foreldrar búa ekki saman. Það eru um 14.000 mæður sem búa ekki með barnsfeðrum sínum, en þær hafa  lögheimili um 20.000 barna hjá sér, þ.e. barna yngri en 18 ára. Þær bera þ.a.l. mesta ábyrgð á uppeldi þeirra og hafa stöðu, skattalega og félagslega sem foreldri og einstætt foreldri ef þær eru ekki í sambúð með nýjum maka. Það eru um 12.000 feður sem greiða meðlög með þessum 20.000 börnum og flokkast þeir skattalega sem barnlausir einstaklingar ef börn þeirra hafa ekki lögheimili hjá þeim. Trúlega er kynbundinn munur hvergi meiri en í þessum málaflokki, sem telur 26.000 foreldra eða um 16% af vinnnandi fólki á Íslandi. Mismunur í foreldraábyrgð kynjanna í þessum hóp skapar þeim mjög ólíka

stöðu á vinnumarkaði. Eðli málsins samkvæmt er þessi hópur á fyrri hluta síns starfsferils þar sem kjör þeirra til langframa eru oft mótuð.

 

Allar stjórnvaldsaðgerðir sem jafna foreldraábyrgð skapar báðum kynjum sömu forsendur til sóknar á vinnumarkaði. 

 

Foreldrajafnrétti og launajafnrétti er endurspeglun af hvort öðru.


mbl.is Kynbundinn launamunur 19,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Góður pistill Gísli. Ég er á því að eitt stærsta skref í jafnréttisbaráttu síðustu áratuga var fæðingarorlof karla. Það eru hins vegar alltof margar konur sem telja að með þessu séu karlar að fá réttindi á "kostnað" þeirra. Þær standa því fastar fyrir í ístaðinu.

Eins og staðan er í dag þá vill þjóðfélagið að konan sjái um börnin en karlinn borgi, sbr. úrelt barnalög og meðlagskerfi. Fyrst að þetta er viðurkennd staðreynd þá er launamunur kynjanna ekkert undrunarefni.

Vinna verður að jafnrétti kynjanna á ÖLLUM sviðum, ekki sumum.

Sigurður Haukur Gíslason, 29.11.2008 kl. 01:00

2 Smámynd: Gísli Gíslason

Það er mikið rétt.  Jafnréttisbaráttan hefur snúist um bætt réttindi kvenna fyrst og fremst. Ef það er fjallað um karla þá er fjallað um þá sem eitthvert vandamál.   Það er auðvelt að rökstyðja þessa fullyrðingu með því að skoða hvað stofnanir sem fjalla um þessi mál eru að gera.

Gísli Gíslason, 29.11.2008 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 183769

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband