Allar upplýsingar uppá borðið fyrir kosningar!

Á Álftanesi hefur geysað nánast skálmöld í bæjarstjórn alltof lengi en steinin tók úr þegar Á listi komst til valda og keyrði sveitarfélagið í þrot á 3 árum.  Íbúar Álftanes eru í fordæmalausri stöðu og það er algert skilyrði að allar upplýsingar séu uppi á borðum fyrir kosningar. 

Í framboði til sveitarstjórarkosninga á Álftanesi er fólk sem stjórnuðu bæjarfélaginu og voru í bæjarstjórn þegar skuldir og skuldbindingar voru auknar úr 1 miljarði í 7,4 miljarða.  Það er algerlega nauðsynlegt fyrir kjósendur og þessa aðila að það liggi fyrir skýrsla um þessi mál áður en gengið verður til kosninga. 

Það er vel þekkt að þegar fyrirtæki og einstaklingar fara á hausinn þá fara þeir sem bera mesta ábyrgð í afneitun og stundum verður nánasta umhverfi meðvirkt með afneituninni.  Ég upplifi að forystumenn Á listans séu í algerri afneitun á eigin ábyrgð á gjalþroti Álftaness.  Því er nauðsynlegt að skýrslan liggi fyrir til að skera úr um þessi mál.

Í mínum huga er nær að fresta kosningum á Álftanesi til að skýrslan liggi fyrir áður en gengið er kosninga, heldur en að kjósa áður en skýrslan er klár. 


mbl.is Skýrsla um Álftanes birt eftir kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON

Sæll Gísli

það sýnir ákveðinn hroka hjá Sjálfstæðismönnum sá málflutningur að kenna Á-lista sem stýrði málum hér í 3 ár um gjaldþrot sveitarfélagsins. 

Skuldir sveitarsjóðs í lok ársins 2006 var um 1,7 milljarður. Auk þess var skuldbindandi samningur um Eir um 500 milljónir. 

Skuldir nú eru 3,1 milljarður og hafa aðallega hækkað vegna gengilfalls og vísitöluhækkunar. Þá væri Eirar- samningurinn nú um eða yfir 1 milljarður ef honum hefði ekki verið rift. Eirarsamningurinn fjallaði um leiguskuldbindingu á húsnæði fyrir nýjar hreppsskrifstofur, bókasafn, þjónusturými fyrir eldri borgara og fl.

Í stað þessarar uppbyggingar var farið í að byggja nýja sundlaug og byggingakostnaður hennar er um 1 milljarður.

Varðandi skýrslur Ríkisendurskoðunar vil ég segja eftirfarandi.

Þegar ég átti fund með fulltr. Ríkisendurskoðunar kom í ljós að sveitarfélagið hafði ýmist  ekki eða seint lagt fram gögn til vinnslu skýrslnanna. ég hafði m.a. sent mail í upphafi ferilsins á fulltrúana og bent á ýmis gögn og atriði en ekkert hafði verið gert í að fá gögnin né að sveitarfélagið hefði sent þessi gögn af fyrra bragði.

Við bæjarfulltrúar höfum aðeins séð drög að skýrslunni um jöfnunarsjóðinn en í ljós kom að ýmis atriði í drögunum vöru röng og ýmis atriði vantaði. Samt sem áður sýndu drögin að sveitarfélagið var ekki að fá eðlilegar greiðslur frá Jöfnunarsjóði sem nam einhverjum tugum milljóna.  

Það vekur athygli mína að D-listinn á Álftanesi hefur hingað til ekki sýnt nokkurn vilja eða frumkvæði á að fá leiðréttingu á jöfnunarsjóðnum. Þá hefur gögnum sem styðja kröfu Álftaness verið stungið undir stól bæjarstjóra og ekki fengist lögð fram.

Síðastliðið ár, eftir að D-listinn náði völdum, hefur sveitarfélagið verið nær stjórnlaust. Hver höndin upp á móti annarri. Núverandi oddviti D-listans er líka oddviti framboðs óháðra L-lista.

Síðasta bæjarstjórnarfundi var frestað þó engin heimild væri fyrir slíku. 

Því er nauðsynlegt að kjósa sem fyrst og gera róttækar breytingar á bæjarstjórn.  Skipta út öllum bæjarfulltrúunum til að tryggja vinnufrið í bæjarstjórn svo hún starfi eðlilega og hafi burði til að taka þær nauðsynlegu ákvarðanir sem hennar bíður.  Kjósa þarf þau tvö nýju framboð sem hafa nýtt fólk í forystu. 



KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON, 22.5.2010 kl. 23:33

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Nauðsynlegt að kjósa sem fyrst ?????

Bíddu - eru ekki kosningar á Álftanesi um næstu helgi eins og annarsstaðar??

Vltu láta kjósa fyrr???

Hvaða þvættingur er þetta?

Ólafur Ingi Hrólfsson, 23.5.2010 kl. 01:43

3 Smámynd: KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON

Ólafur

Þessi orð um kosningar sem fyrst voru sögð því sjálfstæðismenn hafa lagt fram hugmyndir um að fresta kosningum, sjá hér fyrir ofan, sem er jú auðvitað tómt bull.  

KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON, 23.5.2010 kl. 09:22

4 Smámynd: Gísli Gíslason

Sæll Kristján.

Þakka þér innleggið. Það staðfestir enn og aftur þá afneitun sem þið í Á-listanum eruð í á þeirri ábyrgð sem þið berið á hrikalegri stöðu Álftanes.  Staðreyndin er að þið keyrðuð bæjarsjóð í þrot og kannist ekkert við ykkar ábyrgð.

Í mínum huga er nær að fresta kosningunum en að fresta útkomu skýrslunnar.   Skýrslan ætti að skera úr um ábyrgð bæði D og Á lista á Álftaneshruninu.  Slíkar upplýsingar eru nauðsynlegt að hafa uppá borðum til að hjálpa kjósendum að gera upp hug sinn.

Gísli Gíslason, 23.5.2010 kl. 11:17

5 Smámynd: KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON

Sæll Gísli

Hér er einhver misskilingur á ferð. Álftanes var í skoðun Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga árið 2002 og einnig fyrr. Ástæðan var erfið fjárhagsstaða sveitarfélagsins. 

Í uppsveflunni þegar sjálfstæðismenn fóru í ágreiningi í bæjarstjórn í mikla uppbyggingu sýndi sveitarfélagið bókhaldslegan hagnað í liðnum óreglulegar tekjur. Hagnaðurinn var samt smámunir miðað við öll lánin sem tekin voru til framkvæmda og tvöfölduðust svo í bankahruninu. Allar þessar ákvarðanir voru gerðar undir stjórn Sjálfstæðismanna. 

Líklega hefði nýr meirihluti eftir síðustu kosningar átt að kalla eftir aðstoð því þá var séð að af óbreyttu var fjárhagur sveitarfélagsins að stefna í þrot enda sveitarfélagið þá eitt skuldugasta sveitarfélag landsins. Þá hafði sveitarfélagið verið stjórnað óslitið af sjálfstæðismönnum.

Fyrirhuguð uppbygging miðsvæðisins sem sjálfstæðismenn höfðu sett fram og umdeild var hefði sett okkur gjörsamlega í þrot á kjörtímabilinu og samfélagið verið nú í miklu verri stöðu en við þó erum. 

Ákveðið var að snúa við blaðinu. Í stað þess að byggja um eða yfir 70 öryggisíbúðir fyrir mjög gamalt fólk var ákveðið að byggja venjulegar íbúðir fyrir eldri borgara 55 ára og eldri gegnum Búmenn.

Þá var einnig ákveðið að fá inn verulegan atvinnurekstur í formi skrifstofuhúsnæðis og fl. á miðsvæðið. 

Með þessar hugmyndir og forsendur áranna 2004 til 2008 var mögulegt að snúa við blaðinu og bjarga fjárhag sveitarfélagsins. Það reyndist gjörsamlega óraunhæft eftir hrunið. 

Vek athygli á að Sjálfstæðismenn tóku við stjórninni s.l haust og settu sveitarfélagið í þrot á aðeins nokkrum vikum. Samkvæmt aðferðafræði ykkar sjálfstæðismanna þar sem ykkar aðalmál er að finna sökudólga er réttast að segja að sjálfstæðismenn hafi sett sveitarfélagið í þrot. 

Ég tel hinsvegar ótímabært að finna sökudólga nú þar sem vinna við skýrslu Ríkisendurskoðunar er kannski rúmlega hálfnuð. 

Mikilvægast í stöðunni nú er að finna og framkvæma lausnir á vanda sveitarfélagsins.

Nær ekkert hefur verið gert til þess frá áramótum.

Strax í desember lagði ég fram tillögu í bæjarstjórn um að bæjarstjórnin hefji þegar í stað könnunarviðræður við nágrannasveitarfélögin um mögulega sameiningu sveitarfélagana. Allann tíman síðan þá hafa sjálfstæðismenn lagst gegn formlegri vinnu um að skoða mögulega sameiningu. Þó var embættisráðinn bæjarstjóri sendur einn út af örkinni nú fyrir nokkrum dögum þegar komið var að kosningum og ljóst var að engin hætta var á viðbrögðum. Ekkert kom eðlilega út úr þessu. 

Ég ítreka það að sveitarfélagið er nær stjórnlaust með Sjálfstæðisflokkinn nú í meirihluta.

Þessu þarf að breyta en íbúar hafa valið.

KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON, 23.5.2010 kl. 23:54

6 Smámynd: Gísli Gíslason

Sæll Kristján

Þakka þér innleggið sem í mínum huga staðfestir enn og aftur þá afneitun sem þið í Á listanum eruð í.

Staðreyndin er að sveitarfélagið fór á hausinn á meðan þið réðuð, jú eitthvað kostaði íþróttahúsið og eitthvað kostaði banahrunið en meginábyrgðina ber Á listinn.   Í mínum huga er algerlega nauðsynlegt að þessi skýrsla liggi fyrir áður en kosið er.

kveðja

Gísli G.

Gísli Gíslason, 25.5.2010 kl. 08:06

7 Smámynd: KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON

Þú ert ágætur Gísli. 

en voru ekki sjálfstæðismenn með meirihlutann þegar sveitarfélagið fór í þrot?

KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON, 25.5.2010 kl. 21:19

8 Smámynd: Gísli Gíslason

Heill og sæll.  Alls ekki, sveitarfélagið var komið í þrot undir ykkar stjórn,  en Sjálfstæðismenn  þurftu að flytja íbúunum þau tíðindi.

Gísli Gíslason, 25.5.2010 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 183968

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 69
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband