Ánægjulegt að Mogginn birti þessa grein.

Það er ljóst að blaðið hugnast ekki EB og helst má Ísland ekki ræða við EB og Evran er ekki góður kostur fyrir Íslendinga.  Þannig á VG bandamann í ritstjórnarstefnu Morgunblaðsins.  Oft hefur mér fundist fréttamennskan Morgunblaðsins vera döpur og til þess fallin að styrkja ritstjórnarstefnu blaðsins og mörgu tjaldað til þess. Blaðið hefur m.a. fjallað ítrekað um að Þjóðverjar vilji helst fá gamla Markið aftur og fjallað um vandamál Evru ríkja þannig að helst megi skilja að ekkert hefði vandamálið orðið ef ekki hefði verið Evra og EB.  Það að blaðið birti frétt þess efnis að Angela Merkel telji það útilokað að taka upp Markið og það þurfi frekar að bæta samstarf Evru ríkjanna frekar en að leggja Evruna niður eða skipta Evrulöndum uppí svæði.  Það að blaðið birti svona frétt gefur fyrirheit um faglegri fréttamennsku. Hvorki EB eða Evrulönd eru að líða undir lok.


mbl.is Merkel vill ekki þýska markið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Gísli. Hverjum er Merkel að neita að Þýskaland muni ekki taka upp þýska markið aftur. Það hlýtur að vera stór hreyfing sem vill markið og spurning hvað hún getur gert nema spilað eina og Jóhanna með rökleysu.

Valdimar Samúelsson, 19.1.2011 kl. 15:09

2 Smámynd: Gísli Gíslason

Merkel er að segja áð hún muni ekki stuðla að því og þannig muni hún ekki vinna í þá átt.  Nú þegar efnahagslífið fer að rétta úr kútnum þá vex aftur stuðningur við Evru í Þýskalandi.

Gísli Gíslason, 19.1.2011 kl. 15:49

3 identicon

Sammála þér Gísli, mjög virðingavert af Morgunblaðið að birta loks jákvæða frétt af ESB svæðinu.

Hugsa að meðal Morgunblaðs/mbl.is lesandi haldi að löndin sem aðild eiga að ESB samstarfinu standi í ljósum lögum. Því fer fjarri þó að reyni á stamstarfið líkt og reynir á öll lönd í kjölfar heimskreppunnar.

Sigmar Sigmarsson (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband