Jafnrétti er gagnvirkur ferill.

Karita Bekkemellen hefur skilið fyrir löngu að til að konur nái jafnrétti á vinnumarkaði, þá þarf að jafna foreldraábyrgð kynjanna. Hún hefur því lagt til að ekki bara sameiginleg forsjá verði meginregla við skilnað foreldra heldur sameiginleg forsjá og jöfn foreldraábyrgð verði meginregla.  Einfaldlega vegna þess að barn á tvo foreldra sem eiga að bera jafna ábyrgð á uppeldi barna sinna, óháð hjúskaparstöðu foreldranna.   Barn á rétt  tveim jafnréttháum heimilum hjá bæði pabba og mömmu, þegar foreldrarnir búa ekki saman.  Karita er sjálf 42 ára einstæð móðir tveggja barna.

Félag ábyrgra feðra hefur ítrekað bent á að Karita Bekkemellen skoðar jafnréttismál út frá hagsmunum beggja kynja.  Um það má lesa  hér.  Hún hefur skynjað fyrir löngu að réttindabarátta karla verður að vera virkur hluti af jafnréttisumræðunni.

Karita Bekkemellen hefur einnig bent á að það þarf að jafna rétt foreldra til fæðingarorlofs. Um það má lesa hér .  Þetta er hluti af þeirri hugsun að jafna beri foreldraábyrgð í uppeldi barna.

Karita Bekkemellen hefur einnig dreift barnasáttmála Sameinuðuþjóðanna til allra grunnskólabarna í Noregi og kynnt þeim þannig rétt sinn. Um það má lesa hér.  Börn í Noregi læra því að báðir foreldra eiga að bera jafna ábyrgð á uppeldi barna sinna.

Hér á landi er jafnréttismál umræða kvennréttindamál, launajafnrétti og kvennfrelsi. Umræðan er einhliða  sem stillir konum beint og óbeint upp sem fórnarlömbum karla.  Það er lítið sem ekkert fjallað um réttindamál karla og hvernig jafnréttismál er gagnvirkur ferill.   Og karlar hafa verið alltof feimnir að fjalla um þessi mál.   Þannig er jafnréttis umræða hér á landi búin að vera í blindgötu í mörg ár

Það er full ástæða að óska Norðmönnum til hamingju með að þess nýju nefnd.  Jafnframt er full ástæða að hvetja íslenska ráðamenn til að taka svipuð skref hér á landi.


mbl.is Karlar ræði „karlréttindamál“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru þá karlmenn í sömu stöðu og svartir í Ameríku, eða er þetta alveg ný kynjasýn?

Kristbjörg (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 10:19

2 identicon

eða eins og sambloggari þinn við fréttina segir stóryrtur: Karlpeningur og féministar

Kristbjörg (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 10:27

3 Smámynd: Andrés.si

Sá það í kvölð. Skemtilegt efni fyrir al margar konur þar  í Noregi.  :)

Hvar er þá íslenskur nefnd?

Andrés.si, 8.8.2007 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband