Eyleif amma orðið 100 ára í dag !

Eyleif Jónsdóttir amma mín hefði orðið 100 ára í dag.  Hún fæddist að Horni við Hornafjörð og ólst þar upp. Hún kynntist afa, Gísla Bergsveinssyni er hann var á vertíð á Hornafirði.  Þau bjuggu alla sína tíð á Norðfirði.  Þegar afi  lést árið 1971 þá dvaldist ávallt einn af okkur bræðrum hjá ömmu allar götur til 1985 er hún flutti út í Breiðablik, sem eru íbúðir fyrir aldraða á Norðfirði.  Fyrst var það ég og Jóhann sem nutum þeirra forréttinda að búa hjá henni til skiptis og seinna Guðmundur og Eyji.   

Föður afi og amma Eyleifar ömmu hétu Eyjólfur og Guðleif og var hún skírð í höfuðið á báðum.  Í dag bera 3 afkomendur hennar nafnið, en það er Eyleif Björg á Ísafirði, Eyleif Þóra á Álftanesi og Eyleif Ósk dóttir mín.   Ég held að aðeins okkar ætt og ein ætt frá Akranesi noti þetta nafn.  Læt svo fylgja  mynd af ömmu með foreldrum mínum á 80 ára afmæli hennar árið 1988.  Svo er önnur mynd af nöfnu hennar á Goðamótinu á Akureyri.

Eyleif ammaEyleif godamot 2008


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gísli minn, þakka þér fyrir að minnast þessara góðu konu, hún var okkur öllum svo mikils virði hér fyrir austan. kv. mamma

Urðarteigur 18, Nesk. (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 16:59

2 identicon

Nett myynd --> ;D en hehehe ;D já það var flott að minnast á hana :)

Eyleif Ósk (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 14:55

3 identicon

Sæll frændi.  Já hún amma var alveg einstök svo róleg og æðrulaus.  Aldrei man ég eftir að hún skipti skapi hvað sem á gekk. Hef ég alltaf verið mjög stollt af nafninu mínu (þó oft hafi það verið bjagað á póstsendinum).  Kveðja Eyleif Björg

Eyleif (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 15:59

4 Smámynd: Gísli Gíslason

Hæ frænka, já nafnið er eitthvað til að vera stolt af enda amma einstök eins  og nafnið og minningin um ömmu svo björt.

Gísli Gíslason, 3.3.2008 kl. 20:04

5 identicon

Sæll Gísli minn. Ég man svo vel eftir henni og það var svo notalegt að sitja í eldhúsinu hennar. Það var líka alltaf svo gott til með kaffinu.

Kveðja,

Kristín Kristins

Kristín Kristins (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 13:45

6 Smámynd: Gísli Gíslason

Gísli Gíslason, 9.3.2008 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 184017

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband