Enn um álver !

Ég rakst á snilldar grein hjá á síðu Björn Bjarnasonar Dómsmálaráðherra, en þar fjallar hann um tónleika Bjarkar og veltir fyrir sér um hvað málið snýst.  Hann segir m.a: Tilvitnun byrjar:

"Björk Guðmundsdóttir segir í viðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur í Morgunblaðinu 28. júní:

„Ég vil undirstrika það sem ég hef oft sagt: ég er ekki á móti virkjunum. Ég er á móti samstarfi við Alcoa og flest svipuð erlend stórfyrirtæki. Mér finnst þau ekki vera holl Íslandi eða Íslendingum.“

Feitletrun er mín. Ummælin eru í ætt við stefnu gegn fjölþjóðafyrirtækjum, sem sósíalistar höfðu í hávegum, áður en hnattvæðingin gerði stefnuna að pólitískum minjum. Björk er ekki á móti því, að orka sé virkjuð - þó ekki í þágu Alcoa. Spyrja má: Hvað um álfyrirtæki almennt?  Í íslenskri eigu? Eða Norðmanna?

Á tímum kalda stríðsins þótti mikils virði að semja við hlutlausa Svisslendinga, það er eigendur Alusuisse, um álverið í Straumsvík, til að forðast ágreining, sem byggðist á ásökunum um of mikil tengsl við bandaríska kapítalista. Ég hef oft áður vakið máls á því, að  þá hefði þótt saga til næsta bæjar, að forráðamenn í Neskaupstað (litlu Moskvu) myndu nokkrum áratugum síðar berjast af mestum þunga fyrir samningum við bandarískan álrisa, Alcoa." Tilvitnun endar.

Ég tek undir með Birni Bjarnasyni,  ég skil ekkert í málflutningi hennar Bjarkar, en það er sannarlega gott að fjöldi fólks skemmtir sér á tónleikum með henni.

Gaman að Björn minnist á kommana heima á Norðfirði.  Þeir skyldu það að til að samfélög þrífist þá þarf fólk að hafa vinnu og afkomu.   Tilkoma virkjunar við Kárahnjúka og bygging Fjarðaráls á Reyðarfirði hefur hleypt nýju lífi í fjórðunginn.    Slíkt hefur ekki gerst síðan skuttogarbyltingin var, en hún hófst árið 1971 er Barði NK 120 fyrsti skuttogari Íslendinga kom til heimahafnar í Neskaupstað.  Á þeim tíma var Lúðvík Jósepsson Sjávarútvegsráðherra.   Það er vonandi að það líði ekki aðrir 3 áratugir áður en næsta innspíting í atvinnulíf eystra á sér stað.

Það er vonandi ekki að verða rétttrúnaður hér á landi að ekki megi virkja og álver séu alslæm sérstaklega ef erlendir aðilar eiga þau.  Það er sorglegt ef þetta verður jafn ríkjandi viðhorf hér á landi eins og andstaða við hvalveiðar er erlendis.  Það er engin skynsemi að vera á móti því að nýta landið og miðin á skynsamlegan hátt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ár & síð

Þessi athugasemd Björns um Norðfjörð sýnir vel hvað tímarnir breytast og sjónarmið manna með.

Án þess að ég sé sérstaklega að verja Björk, hún er líklega einfær um það, þá held ég að hún sé að vísa til þess sem Skandinavar kalla etíska eða siðræna fjárfestingu, það er að skoða heildarmyndina þegar fjárfest er, ekki bara hugsa um peningahliðina. Þetta hafa bæði norskir og danskir siðrænir fjárfestingasjóðir gert og það með mjög góðum árangri. Þeir fjárfesta t.d. ekki í fyrirtækjum sem stunda vopnaframleiðslu, barnaþrælkun, óhóflega mengun á umhverfi sínu, sem reka ómannúðlega starfsmannastefnu eða þjófnað á landi í villtavestursstíl í löndum þar sem þau komast upp með það o.s.frv.

En að allt öðru, það er gaman að aðeins skuli muna einum bókstaf á nafninu Björn og nafninu Björk. Fólk á oft svo miklu meira sameiginlegt en það gerir sér grein fyrir þegar áherslan er bara lögð á það sem skilur á milli, ekki það sem sameinar.

Ár & síð, 29.6.2008 kl. 23:54

2 Smámynd: Gísli Gíslason

Mér finnst gott að Björk er ekki á móti virkjunum. En þá er hún ekki á sömu línu og t.d. Ómar Ragnarsson.  Það er deginum ljósara að við verðum að nýta okkar hreinu orku og  það er mikilvægt að það náist sátt um hvað megi virkja.

Það eru góð og gild rök að ekki eigi að eyða allri raforku í álver.   Það eru mörg stórfyrirtæki með "ethical purchase policy" t.d. margir súpermarkaðir.  Það væri í góðu lagi að hafa einhverja slíka stefnu gagnvart þeim er vilja koma og fjárfesta og kaupa orku hér á landi.

Gísli Gíslason, 1.7.2008 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 75
  • Frá upphafi: 183984

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 73
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband