2.9.2009 | 22:56
FORSETINN OG FJÖLMIÐLARNIR !
Það er kunnara en frá þurfi að segja að Forseti vor neitaði að undirrita svokölluð fjölmiðlalögin um árið. Rökin voru þau að það væri gjá á milli þjóðar og þings. Seinna hafa verið færð sannfærandi rök fyrir því að hann hafi fyrst og fremst verið að ganga erinda Baugsmiðla og koma höggi á Davíð Oddsson. Umræða um fjölmiðlalögin var endalaus í fjölmiðlum á sínum tíma sem náðu að keyra upp mikla múgsefjun gegn frumvarpinu. Forsetanum tókst ágætlega að verja Baugsmiðlana og koma við þetta höggi á Davíð. Forsetinn var svo meðvirkur með útrásarvíkingunum sem skuldsettu þjóðina og nú á almenningar að borga brúsann.
Icesave frumvarpið.
Alþingi Íslands gekk nú frá lögum sem tryggir ríkisábyrgð á innistæðum á Icesave reikningum Landsbankans í Englandi og Hollandi. Það er ljóst að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er á móti þessu frumvarpi og það er gjá milli þings og þjóðar, trúlega mun dýpri gjá en var í fjölmiðlafrumvarpinu. Samt skrifar forsetinn undir Icesave lögin og er ekki samkvæmur sjálfum sér m.v. fyrri gjörðir í fjölmiðlafrumvarpinu.
Umfjöllun fjölmiðla.Hvernig fjalla fjölmiðlar um þetta mál annarsvegar samanborið við fjölmiðlafrumvarpið hér um árið. Um árið var endalaus umræða um fjölmiðlafrumvarpið og yfirleitt fyrsta frétt mjög lengi. Í dag birtist á mbl.is og visir.is fréttir um undirritun Forsetans, en .
Höfuðvígi Baugsmiðlanna, Stöð 2., sá ekki ástæðu til að fjalla neitt um þessa undirritun á Icesave ábyrgð í kvöldfréttum í kvöld !
RÚV sá sömuleiðis enga ástæðu til að fjalla um þetta í kvöldfréttum sjónvarpsins og heldur ekki í fréttum kl. 22.00. Þessi umdeildasta undirskrift Forseta Íslands á fær enga umfjöllun í sjónvarpinu í kvöld. Af hverju er umdeild undirritun Forsetans á einu umdeildasta máli lýðveldistímans ekki fréttamatur sjónvarpsstöðvanna ? Eru fjölmiðlar að launa Forsetanum það að hafa ekki undirritað fjölmiðlalögin um árið ?
Til upplýsinga þá er hér yfirlit yfir kvöldfréttir Stöð 2 og Rúv.
Fréttatími Stöðvar 2. sept 2009 kl. 18.30
Ø Fengu greitt fyrir að sitja fundi með Landsvirkjun Ø Þegja þunnu hljóðu um málefni styrktarsjóðs Ø HS orka reyna að semja við lánadrottna Ø 59 tilfelli mansals á 3 árum Ø Kúabóndi á Suðurlandi uggandi um stöðu landbúnaðarins Ø Íslandi best borgið með upptöku evru Ø Minnst 35 fórust í jarpskjálfta í Indónesíu Ø Icelandair skoðar minni þotur Ø Þýðingarvilla í Evróputilskipun Ø Biðlaði um samvinnu í baráttunni gegn loftlagsbreytingum Ø Nýja bogabrúin yfir Mjóafjörð í Ísafjarðardjúpi vígð á morgunSvipað var uppá teningnum á Rúv kl. 19.00 en eftirfarandi fréttir voru: Ø Skýrsla OECD um íslenskt efnahagslífØ Bíða þess að íslensk stjórnvöld hafi sambandØ Afkoma gæti versnað um milljarðØ Mikil eyðilegging í skógareldum í KaliforníuØ Fleiri afbrot Fáfnismanna í vændum?Ø FátæktØ Lestarferð til minningar um björgun gyðingabarnaØ Lauðlenti á KjalarnesiØ Mansal líka á ÍslandiØ Vegafé margfaldastØ Stórfyrirtækin til hjálparØ Jarðskjálfti á IndónesíuØ Hnífi beitt á BifröstØ Danir senda hælisleitendur úr landiØ Kiddi vídeófluga: viðskiptin feikna góðØ Íþróttir
ER FURÐA ÞÓ FÓLK BERI EKKI TRAUST TIL FJÖLMIÐLA ?
ÞJÓÐINN ÞARF FORSETA SEM ER SAMEININGARTÁKN Á ÞESSUM ERFIÐU TÍMUM. Ólafur Ragnar Grímsson uppfyllir ekki þau skilyrði.Um bloggið
Gísli Gíslason
Bloggvinir
-
raggig
-
eyleifosk
-
gummigisla
-
andres08
-
alla
-
gattin
-
eurovision
-
doggpals
-
saxi
-
eysteinn-thor
-
garibaldi
-
killjoker
-
gudrunkatrin
-
gisliivars
-
veravakandi
-
heimirhilmars
-
heg
-
jakobbjornsson
-
joik7
-
kristinnagnar
-
lauola
-
magneak
-
mal214
-
nafar
-
sigrunsveito
-
sigurjonth
-
sighauk
-
slartibartfast
-
sveinni
-
valgerdurhalldorsdottir
-
sparki
-
btryggva
-
keh
-
seinars
-
siggisig
-
sigurjons
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 186610
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.