Góð grein um stóriðjumál og VG í Morgunblaðinu í dag.

Árni Þormóðsson skrifar einlæga og beitta grein í Morgunblaðið í dag.  Ég man eftir Árna heima á Norðfirði en hann var virkur í Alþýðubandalaginu í Neskaupstað.   Í niðurlagi greinarinnar segir hann:

"Vinstri græn framkvæma nú í ríkisstjórninni stefnu flokksins, sem er í raun að viðhalda þeirri kreppu og atvinnuleysi, sem varð eftir bankahrunið, enn lengur en ella. Lykilorð stefnu þeirra, fyrir síðustu alþingiskosningar, sem var „stóriðjustopp“, er því að komast í framkvæmd. Framganga VG í því að hindra nýtingu íslenskra náttúruauðlinda til hagsbóta fyrir þjóðina í heild er öllum sem vilja endurreisn og framþróun íslensks atvinnu- og efnahagslífs áhyggjuefni. Það að stjórnmálaflokkur, sem að verulegu leyti snýst um slíka afturhaldssemi, hafi veruleg áhrif í ríkisstjórn hjá jafn upplýstri þjóð og Íslendingar eru er mjög undarlegt. Náttúruvernd er hjá VG orðin að öfgatrúarbrögðum sem vilja hindra alla skynsamlega nýtingu náttúrunnar."

Þeir sem fóru fyrir Alþýðubandalaginu í Neskaupstað (ABN) á síðustu öld og VG í dag eru bæði vinstra meginn í hinu pólitíska litrófi. Það er samt skýr munur á ABN og VG á margvíslegan hátt.  Helsta stefna ABN var að allir hefðu atvinnu, þar sem vart væri til verra þjóðaböl en atvinnuleysi.  VG lítur þetta öðrum augum.  Það er ekki hægt að virkja og búa til störf, heldur er "stóriðjustopp" og eitthvað annað á að koma í staðinn, kannski, einhverntímann.   Á sama tíma á að skattleggja meira og skera niður útgjöld osfrv, en það gleymist að búa til ný störf, ný fyrirtæki sem skila auknum tekjum og  minnka útgjöld vegna atvinnuleysis.

Sú andstaða sem hefur risið á okkar landi gegn atvinnuuppbyggingu á sér ekki fordæmi.  Nú kveinka Húsvíkingar sér undan VG vegna þess að auðvitað vill VG hvorki nýta hina umhverfisvænu orku sem er í námunda við Húsavík og auðvitað vill VG ekki sjá að fleir álver rísi hér á landi.  Störf í álverum er fyrir neðan virðingu VG.  Það er bara eitthvað annað sem á að koma í staðinn.  Húsvíkingar og aðrir í Norð Austur kjördæmi sem nú eru ósáttir við VG verða þó að gera sér grein fyrir því að þau kusu þetta yfir sig, enda er Steingrímur J. Sigfússon þeirra fyrsti þingmaður.

Stóriðjustopp er álíka fjöldaklikkun eins og þegar umheimurinn ætlaði að bjarga síðasta hvalnum í sjónum og vildi banna hvalveiðar um aldur og ævi.  Í báðum tilvikum eru órökréttar tilfinningar sem bera skynsemina ofurliði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Góður pistill. Ef þetta heldur svona áfram verðum við öll farin að borða hundasúrur eftir nokkur ár..atvinnulaus..því miður.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 23.9.2009 kl. 11:25

2 Smámynd: Árelíus Örn Þórðarson

Þetta er bara raunin hvort okkur líkar þetta betur eða verr.  Góður pistill og allt satt og rétt því miður,

Árelíus Örn Þórðarson, 23.9.2009 kl. 14:50

3 Smámynd: Gísli Gíslason

Takk fyrir innlitið.  Ég hygg að margir séu sammála.

Gísli Gíslason, 23.9.2009 kl. 16:59

4 identicon

Allveg er ég sko sammála.

Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 17:55

5 Smámynd: Gísli Gíslason

Takk Gunnar, það var alveg með ólíkindum að flokkur sem barðist hatrammlega gegn allri uppbyggingu á Austurlandi og innan þess flokks heyrðust einnig raddir að ekkert ætti að vinna olíu á Drekasvæðinu, skyldi fá þetta fylgi í Norð austur kjördæmi.

Gísli Gíslason, 26.9.2009 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 184163

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband