24.10.2010 | 19:04
Miskunasemi fyrir botni Miðjarðarhafs
Það er fátt ömulegra í sögu síðustu aldar en helförin gegn Gyðingum, Sígaunum og öðrum hópum sem lentu í útrýmingarbúðum Nasista.
Það er ótrúlegt að þjóð eins og Gyðingar sem hafa gengið í gegnum helförina í seinni heimstyrjöldinni, skuli ekki sýna meiri mannúð og mildi í samskiptum sýnum við Palestínumenn. Í nafni trúarinnar hefur á síðustu árum og áratugum minnkað það land sem Palestínumenn hafa til umráða. Alþjóðasamfélagið er máttlaust gegn þessu. Það er deginum ljósara að það er enginn kristilegur kærleikur sem ræður gjörðum Ísraelsmanna gegn Palestínumönnum fyrir botni Miðjarðarhafs.
![]() |
Ný skýrsla um helförina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.10.2010 | 16:20
Hvernig myndast verðið til neytenda?
Það skiptir mig ekki meginmáli hvort ég kaupi heita vatnið eða rafmagnið af Ross Beaty eða Orkuveitu Reykjavíkur. Það sem skiptir máli er hvað orkan kostar. Það er ekki hægt að segja að það sé samkeppnismarkaður sem myndi verð á raforku eða heitu vatni til neytenda. Verðið er ákveðið einhliða af seljanda. Í mínum huga skiptir öllu máli að það sé skýr verðlagsstefna að þessar einingar séu reknar þannig að reksturinn standa undir sér en ekkert meira en það. Sem lægst orkuverð til neytenda þýðir það að meira peningur verður eftir hjá almenningi. Á því græðir allt samfélagið.
![]() |
Verðið á HS Orku var of hátt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.10.2010 | 14:13
Flottur fulltrúi !
Eva Joly stendur sannarlega með íslensku þjóðinni. Það er annað en samninganefndin sem Svavar Gestsson fór fyrir og bara samþykkti tillögur Breta og Hollendinga. Maður hefur það á trúnni að vilji VG til að standa með þjóðinni í þessu sé takmarkaður, því í þeirra huga er hrunið allt Sjálfstæðisflokknum að kenna og kannski bara ágætt að þjóðinn finni fyrir því. A.m.k finnst manni vanta bæði getu og vilja til að standa í lappirnar í viðræðunum við Breta og Hollendinga.
Ísland þarf leiðtoga sem bæði sameinar þjóðina að lausn í Icesave deilunni og sameinar þjóðina að lausn út úr kreppunni. Lausnin hlýtur alltaf að vera að búa til ný störf og útrýma atvinnuleysinu. Því miður er Eva Joly ekki íslensk en við þurfum manneskju eins og hana sem getur talað mannamál úti í heimi, er tekin alvarlega en síðast en ekki síst þá þarf slík manneskja að stýra þjóðarskútunni útúr þessum þrengingum.
![]() |
Joly: Tilvera Íslands í húfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2010 | 08:09
Óásættanlegt !
Trúlega eru ekki mörg lönd í heiminum þar sem málfrelsi er meira en á Íslandi. Fólk getur komið sjónarmiðum sínum á framfæri á ýmsa vegu.
Ástandið í samfélaginu er ekki gott og því mótmæla margir, enda er víða mjög erfitt ástand. Það breytir ekki því í að þegar Alþingi og Dómkirkja eru skemmd þá eru það ekkert annað en skrílslæti og koma óorði á mótmælendur.
![]() |
Köstuðu hellum í þinghúsið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Gísli Gíslason
Bloggvinir
-
raggig
-
eyleifosk
-
gummigisla
-
andres08
-
alla
-
gattin
-
eurovision
-
doggpals
-
saxi
-
eysteinn-thor
-
garibaldi
-
killjoker
-
gudrunkatrin
-
gisliivars
-
veravakandi
-
heimirhilmars
-
heg
-
jakobbjornsson
-
joik7
-
kristinnagnar
-
lauola
-
magneak
-
mal214
-
nafar
-
sigrunsveito
-
sigurjonth
-
sighauk
-
slartibartfast
-
sveinni
-
valgerdurhalldorsdottir
-
sparki
-
btryggva
-
keh
-
seinars
-
siggisig
-
sigurjons
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.10.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 187332
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar