30.11.2010 | 12:41
Ósjálfstæði fréttamiðla !
Það voru eitt sinn samin fjölmiðlalög og samþykkt á Alþingi. Þau áttu m.a. að tryggja sjálfstæði fjölmiðla og faglega fréttamennsku. Bausmiðliarnir fóru hamförum gegn frumvarpinu og sögðu það einelti Davíðs Oddssonar og Sjálfstæðisflokksins gegn Baugi. Það reis mikil múgsefjun gegn lögunum og margir trúðu samsæriskenningunni. Forsetinn sem var meðvirkur á þeim tíma með þessum öflum neitaði að undirrita lögin. Sjálfstæði í fréttamennsku er ábótavant. Kannski er rík ástæða fyrir hruninu að ekki var nein gagnrýnin fréttamennska sem setti spurningarmerki við þróun mála.
Þessi könnun sem Credit Info gerir fyrir Björgólf Thor, staðfestir enn og aftur ósjálfstæði fréttamiðla. Það er engin tilviljun að minna er fjallað um Jón Ásgeir í fréttamiðlinum sem hann á sjálfur. Það var og er rík þörf á fjölmiðlalögum.
![]() |
Prentmiðlar fjalla mest um Jón Ásgeir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2010 | 10:33
Moggin orðinn Pravda Íslands !
Eitt sinn var Morgunblaðið, blað allra landsmanna. Blaðið var hinn gagnrýni samfélagsrýnir sem fjallaði um mál faglega. Ritstjórnarstefnan var sjálfstæð og ekki endilega í anda ráðandi afla í samfélaginu. Fréttamennskan var sjálfstæð og fagleg. Nú er öldin önnur.
Pravda var málgagn Sovéska kommúnista flokksins. Þjóðviljinn var málgagn sósíalista á Íslandi. Bæði blöðin fluttu fréttir til að þóknast sinni ritstjórnarstefnu. Fréttablaðið hefur löngum þótt flytja fréttir þóknanlegar eigendum sínum. Sérstaklega var það áberandi fyrir hrun með þeim árangri að fólk var farið að trúa að Sjálfstæðisflokkurinn og D.O væru í heilögu stríði Jón Ásgeir og Baug. Fólk trúði því að þörf fjölmiðlalög vær gerð af illum hvötum Sjálfstæðisflokksins og DO gegn Baugsveldinu. Máttur fjölmiðla er mikill og vandmeðfarin og þegar fréttamennska er einhliða þá er auðvelt búa til hálfgerða fjöldaklikkun sbr umræðan um fjölmiðlallögin um árið. Nú er Morgunblaðið komið í þennan sama flokk enda má blaðið muna sinn fífil fegurri. Fréttaflutningur stjórnast af ritstjórnarstefnu blaðsins. EB og Evran kemur úr neðra ef lesið er á milli lína blaðsins um þessi mál. Það hlýtur að vera markaður fyrir blað þar sem kranafréttamennska sem styður ritstjórnarstefnuna sé ekki ríkjandi. Það er dapurt að Morgunblaðið er orðið Pravda Íslands, með á köflum ágætum minningargreinum.
![]() |
Svar Evrópusambandsins við Grín-Alí |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
23.11.2010 | 15:58
Þarft framtak !
Það er mikilvægt að berjast gegn ofbeldi: Þannig er full ástæða að fagna framtaki Unifem í samvinnu við mannréttindasamtök og kvennréttindahreyfinguna á Íslandi.
En er ofbeldi eins kynbunið eins fjallað er um þennan málaflokk hér á landi?
Við California State University, Long Beach í Bandaríkjunum starfar Martin S. Fiebert við sálfræðisdeild Háskólans. Hann vill meina að ofbeldi sé ekki kynbundið, bæði kynin séu svipað ofbeldishneigð. Rannsókn hans má lesa á http://www.csulb.edu/~mfiebert/assault.htm en þar segir í samantekt:
SUMMARY: This bibliography examines 275 scholarly investigations: 214 empirical studies and 61 reviews and/or analyses, which demonstrate that women are as physically aggressive, or more aggressive, than men in their relationships with their spouses or male partners. The aggregate sample size in the reviewed studies exceeds 365,000.
Vantar hér á landi eitthvað í umræðuna um ofbeldi?
![]() |
Gengið gegn kynbundnu ofbeldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Gísli Gíslason
Bloggvinir
-
raggig
-
eyleifosk
-
gummigisla
-
andres08
-
alla
-
gattin
-
eurovision
-
doggpals
-
saxi
-
eysteinn-thor
-
garibaldi
-
killjoker
-
gudrunkatrin
-
gisliivars
-
veravakandi
-
heimirhilmars
-
heg
-
jakobbjornsson
-
joik7
-
kristinnagnar
-
lauola
-
magneak
-
mal214
-
nafar
-
sigrunsveito
-
sigurjonth
-
sighauk
-
slartibartfast
-
sveinni
-
valgerdurhalldorsdottir
-
sparki
-
btryggva
-
keh
-
seinars
-
siggisig
-
sigurjons
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.10.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 187332
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar