Tveir hæfir leiðtogar !

Sjálfstæðisflokkurinn fór í gegnum einhverjar erfiðustu Alþingiskosningar árið 2009 þegar fylgið fór í sögulegt lágmark.  Síðan hefur flokkurinn styrkst og meirihluti þingflokksins styður Bjarna Benediktsson sem formann, enda er hann búinn að ganga með flokkinn í gegnum dimmann dal.  Ég held að flestir innan Sjálfstæðisflokksins séu sammála að Bjarni hefur vaxið sem leiðtogi.

Skoðanakannanir benda aftur á móti til að bæði meirihluti kjósenda og meirihluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins líti á Hönnu Birnu sem framtíðarleiðtoga flokksins.  Trúlega í því ljósi hefur hún nú tilkynnt framboð sitt.  Hún hefur einnig sýnt leiðtogahæfileika í borginni, þegar hún varð borgarstjóri og stoppaði skálmöld sem var búin að ríkja í borgarmálum.

Sjálfstæðismenn geta því valið á milli tveggja mjög hæfra frambjóðenda.

Það vekur eftirtekt mína að bæði Bjarni og Hanna Birna boða mjög harða og neikvæða afstöðu til Evrópusambandsins og má helst skilja að þau telji hagsmunum Íslands betur borgið um aldur og ævi fyrir utan EB.  Já og bæði virðast ekki vilji sjá hvað kemur úr aðildarviðræðum sem nú er í gangi, því bæði vilja draga núverandi umsókn Íslands að EB tilbaka.  Þessi harða afstaða Sjálfstæðisflokksins til aðildarumsóknar er einnig ríkjandi skoðun í Framsóknarflokknum. 

Haldi bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur við sínar einstrengislegur neikvæðu EB ályktanir, þá heldur áfram að myndast tómarúm hjá stórum hópi fólks með borgaralegar skoðanir, sem kýs ekki vinstri flokkana en vill skoða aðild að EB með opnum huga.   Það versta sem kæmi út úr þessu öllu ef þetta skapaði pláss fyrir nýjan borgaralegan stjórnmálaflokk.  Það þarf ekki fleiri stjórnmálaflokka, en það þarf að styrkja innviði þeirra sem fyrir eru.  Vonandi verður formanns kosning í Sjálfstæðisflokknum til að styrkja innviði hans.


mbl.is Hanna Birna í herferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Nóv. 2011
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband