21.5.2009 | 10:37
Réttar upplýsingar!
Þegar maður les svona frétt, þá veltir maður fyrir sér hvaða upplýsingar um hvalveiðar hefur þetta fólk ? Hvað gera íslensk stjórnvöld og hagsmunaaðilar til að koma réttum upplýsingum til þessara þingmanna um stofnstærð og annað er varðar veiðarnar ?
Trúlega sitja þessir þingmenn uppi með rangar upplýsingar og hagsmuna aðilar sem vilja nýta hvalastofna gera mest lítið til að koma réttum upplýsingum til þeirra. Á meðan svo er þá tapast orðræðan úti í heimi, sem umhverfiverndarsamtök hafa mótað, oft á röngum forsendum. Hér er verk að vinna, sem ég held að því miður enginn sé að vinna.
![]() |
Gagnrýna undanlátssemi gagnvart hvalveiðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
15.5.2009 | 16:08
Þjóðin þarf nýjan forseta !
"Aldrei fyrr hefur Alþingiskosningar borið að með slíkum hætti " !. Síðasta ríkisstjórn sprakk, þar sem annar flokkurinn gekk úr ríkisstjórn. Þoldi ekki pressuna og gekk á dyr. Það hefur oft gerst áður og alltaf eru það vinstri flokkar sem eiga aðild að slíkum slitum. Það var eins í þessu tilviki og þannig er það beinlínis rangt hjá forsetanum að segja að Alþingiskosningar hafi ekki áður borið að með slíkum hætti. Þetta var hefðbundin vinstri flokka leikflétta.
Það er talað um hið "Nýja Ísland" og nýjir þingmenn og nýtt embættisfólk m.a. í bönkum sé hluti af hinu nýja Íslandi. Forsetinn er hluti af "gamla Íslandi" en hann var virkur með umdeildustu útrásarvíkingunum sem hann dásamaði í ræðu og riti bæði hér á landi og erlendis. Aldrei hefur þjóðin áður haft jafn umdeildan forseta og aldrei hefur þjóðin haft jafn pólitískan forseta. Við þurfum nýjan höfðingja á Bessastaði sem þjóðin getur sameinast um. Ef athygli fjölmiðla og annara yrði nú leidd að forsetakosningum þá fengi þingið og ný ríkisstjórn starfsfrið á meðan þjóðin væri að kjósa sé nýjan forseta. Slíkur vinnufriður er nauðsynlegur fyrir hið nýja þing og ríkisstjórn. Ólafur Ragnar ætti að taka sinn poka og segja af sér og boða til forsetakosninga með haustinu.
![]() |
Þjóðin tók valdið í sínar hendur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.5.2009 | 19:56
Í minningu Óskars Björnssonar

- Ævin er nú hálfnuð þín
- er því von ég segi.
- Bakkus passar börnin sín
- bæði á nótt sem degi
- Lifðu heill og lífsins njóttu
- lengi ennþá Jói minn.
- Áttugfaldar óskir hljóttu
- er þér sendir vinur þinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2009 | 08:11
Ekkert ábyrgðarleysi?
Vinstri stjórnin sem sat 1971-1973 hafði það á stefnuskrá sinni að senda herinn heim í áföngum. Það gekk ekki eftir. Þegar kalda stríðinu lauk þá fór herinn af landi brott en það er önnur saga.
Þessi vinstri stjórn sem er að taka við völdum vill innkalla veiðileyfin í áföngum. Engin ríkisstjórn hefur áður haft það áður á dagskrá. Trúlega mun þetta ekki ganga eftir, frekar en herstöðvarmálið um árið. En þegar þessari æfingu þeirra er lokið, þá er trúlega ennfrekar búið að festa aflamarkskerfið varanlega í sessi.
![]() |
„Ekkert ábyrgðarleysi“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Gísli Gíslason
Bloggvinir
-
raggig
-
eyleifosk
-
gummigisla
-
andres08
-
alla
-
gattin
-
eurovision
-
doggpals
-
saxi
-
eysteinn-thor
-
garibaldi
-
killjoker
-
gudrunkatrin
-
gisliivars
-
veravakandi
-
heimirhilmars
-
heg
-
jakobbjornsson
-
joik7
-
kristinnagnar
-
lauola
-
magneak
-
mal214
-
nafar
-
sigrunsveito
-
sigurjonth
-
sighauk
-
slartibartfast
-
sveinni
-
valgerdurhalldorsdottir
-
sparki
-
btryggva
-
keh
-
seinars
-
siggisig
-
sigurjons
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 187338
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar