Besti flokkurinn: Snilld eða “tær snilld”

Það er ekki hægt annað en að taka hatt sinn ofan fyrir Jóni Gnarr & Co.  Þeir hafa lífgað uppá samfélagið í kosningunum og fengið landann til að brosa og jafnvel skellihlæja.  Að framboð með svona sterku grínyfirbragði verði stærsti flokkur í Reykjavík er einstakt í sögu landsins og þó víðar væri leitað. Það var eitt sinn sagt að innlánsreikningar íslenskra banka erlendis væru “tær snilld” enda þótti það framsækin leið að ná í fjármagn í íslenska bankakerfið þegar fækkaði möguleikum á erlendum lánum.   Þessi “tæra snilld” átti eftir að reynast íslendingum dýrkeypt.  Nú er hugtakið “tær snilld” orðið tákngervingur þess sem á einum degi lítur vel út en floppar svo.

 

Það er sagt að grín sé rammasta alvara og það á sannarlega eftir að koma í ljós hvort framboð Besta Flokksins sé snilld eða “tær snilld”.


Garðabær 6,4, Álftanes 7,2 og Hafnarfjörður 41,5 miljarða í skuld !

Íbúa tala Hafnarfjarðar var 25.850 og Garðabæjar 10.358 og Álftansess 2518 í lok árs 2009 skv Hagstofu.  

  • Hafnarfjörður hefði átt að skulda 16 milljarða en ekki 41,5 til að hafa sömu skuldir og skuldbindingar eins og Garðabær á hvern íbúa. 
  • Álftanes hefði átt að skulda 1,5 milljarða en ekki 7,2 til að hafa sömu skuldir og skuldbindingar eins og Garðabær á hvern íbúa.

 

Það skiptir máli hverjir meðhöndla útsvarið okkar.


mbl.is Fjármálin í forgrunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjólka nytin úr kúnni!

Það er margsannað og viðurkennt i fræðum Hagfræðinnar að auknar skattálögur auka ekki endilega tekjur ríkissjóðs þar sem við auknar álögur aukast bæði undanskot og eins minnkar framleiðini.  Samlíkingin á við bóndann sem mjólkar sínar kýr of mikið og nytin falla á vel við. Ef bóndinn þarf að framleiða meiri mjólk þá þarf hann að fjölga kúnum en ekki ganga of nálægt þeim sem hann þegar er að mjólka.   Ríkisstjórnin á ekki að auka skatta á þá sem þegar greiða skatta heldur fjölga þeim sem greiða skatta með því að búa til störf fyrir þá sem eru atvinnulausir.  Þannig aukast tekjur ríkissjóðs.
mbl.is Skattar munu hækka eitthvað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allar upplýsingar uppá borðið fyrir kosningar!

Á Álftanesi hefur geysað nánast skálmöld í bæjarstjórn alltof lengi en steinin tók úr þegar Á listi komst til valda og keyrði sveitarfélagið í þrot á 3 árum.  Íbúar Álftanes eru í fordæmalausri stöðu og það er algert skilyrði að allar upplýsingar séu uppi á borðum fyrir kosningar. 

Í framboði til sveitarstjórarkosninga á Álftanesi er fólk sem stjórnuðu bæjarfélaginu og voru í bæjarstjórn þegar skuldir og skuldbindingar voru auknar úr 1 miljarði í 7,4 miljarða.  Það er algerlega nauðsynlegt fyrir kjósendur og þessa aðila að það liggi fyrir skýrsla um þessi mál áður en gengið verður til kosninga. 

Það er vel þekkt að þegar fyrirtæki og einstaklingar fara á hausinn þá fara þeir sem bera mesta ábyrgð í afneitun og stundum verður nánasta umhverfi meðvirkt með afneituninni.  Ég upplifi að forystumenn Á listans séu í algerri afneitun á eigin ábyrgð á gjalþroti Álftaness.  Því er nauðsynlegt að skýrslan liggi fyrir til að skera úr um þessi mál.

Í mínum huga er nær að fresta kosningum á Álftanesi til að skýrslan liggi fyrir áður en gengið er kosninga, heldur en að kjósa áður en skýrslan er klár. 


mbl.is Skýrsla um Álftanes birt eftir kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ágæt frétt.

Þetta var að mínu viti ágæt frétt.  Fólk vill

  1. Sameinast öðru sveitarfélagi sem fyrst. 
  2. Leysa skuldavandann.
  3. Hlú að börnunum og ekki skera niður þjónustu sem snýr að þeim.

Það eru 5 framboð sem eru í boði.  Eina framboðið sem viðhafði prófkjör til uppstillingar á lista var Sjálfstæðisfélagið.  Á bakvið það framboð er því breiðasta þáttaka almennings við að stilla á listann.  Þetta verða spennandi kosningar á Álftanesi.


mbl.is Skuldir og sameiningarmál ofarlega í hugum Álftnesinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig myndast orkuverðið??

Yfirleitt myndast verðlag á vöru og þjónustu á frjálsum markaði og til verður markaðsverð.   Þegar um fákeppni eða einokun er um að ræða er verðið ákveðið með öðrum hætti og þá oft ákveðið verð sem stendur undir þeirri þjónustu sem um ræðir.   Það er fákeppni eða alls engin samkeppni á orkumarkaði á Íslandi og því ætti verðið að vera ákveðið þannig að það stæði bara undir þeirri þjónustu sem verið er að veita.  Orkusalan ætti að vera það sem er kallað "cost center" en ekki "profit center".

Hvernig mun verð á orku sem HS orka myndast ?? Hver ákveður það og hvaða ávöxtunarkröfu gerir þessi maður á sína fjárfestingu ?? 

Í mínum huga er eðlilegt að setja spurningarmerki við þetta ferli.


mbl.is Ríkið fái forkaupsrétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ánægjulegt.

Það er sannarlega ánægjulegt ef þessu verkefni miðar áfram.  Það þarf bæði að búa til störf og auka verðmætasköpun í samfélaginu. Orkan fyrir fyrir þetta álver kemur úr endurnýtanlegri umhverfisvænni orku.  Reynslan frá Reyðarfirði sýnir að fólk vill vinna við álver og reynslan úr Straumsvík sýnir að fáir vinnustaðir eru jafn traustir vinnustaðir með litla starfsmannaveltu.  Það er vonandi að þetta verkefni fái almennan skilning í samfélaginu.
mbl.is Bakkaálver tekur á sig mynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sætti sig ekki við úrslit prófkjörs Sjálfstæðisfélagsins.

Það er þá ljóst að Guðmundur G. Gunnarsson sem verið hefur í forystu fyrir Sjálfstæðisfélagið á Álftanesi frá 1990 eða í 20 ár býður nú fram sér lista í sveitarstjórnarkosningunum í vor.   Fyrir síðustu kosningar var hann oddviti og sitjandi bæjarstjóri og missti meirihlutann, nokkuð sem hafði hrikalegar afleiðingar fyrir  samfélagið hér,  enda tók það nýja valdhafa, Á listann einungis 3 ár að keyra bæjarsjóð í þrot og eftir situr skuldum vafið samfélag.

Sjálfstæðisfélagið viðhafði prófkjör til að stilla upp á lista og þar sóttist Guðmundur eftir oddvitasætinu.  Hann náði ekki brautargengi í prófkjörinu og var ekki á meðal 6 efstu manna og tók ekki sæti á listanum.   Hann á greinilega erfitt með slíta sig frá þessum málum og má með sanni segja að hún er oft skrítin þessi tík, pólitíkin.  Kannski er hún hvergi skrítnari en hér á Álftanesi.  Þörfin á sameiningu við önnur sveitarfélög er nauðsynleg.


mbl.is L-listi stofnaður á Álftanesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Maí 2010
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband