23.6.2010 | 16:48
Börn utan hjónabands erfa ekki krúnuna í Mónakó!!
Það eru ekki margir áratugir síðan stúlkur gátu ekki erft krúnuna í mörgum löndum. Það hefur verið hægfara breyting í þá átt að frumburður erfir krúnuna óháð því hvort það sé stúlka eða drengur.
Það er með ólíkindum að lesa hér í þessari frétt að frumburður Alberts Mónakó prins erfir ekki krúnuna í Mónakó, og þá skiptir engu máli hvort barnið sé drengur eða stúlka, því blessað barnið er getið utan hjónabands, lausleikskrói, eins og það var nefnt hér denn. Þetta er ekkert annað hneyksli fyrir furstaríkið Mónakó að mismuna sínum börnum á þennan hátt.
![]() |
Albert Mónakóprins trúlofaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2010 | 12:34
Ísland eina landið í hinum vestræna heimi þar sem ekki má dæma í sameiginlega forsjá.
Ísland hefur verið sem meginregla verið á eftir nágrannalöndum í þróun á sviði sifjaréttar, þannig var Ísland síðast Norðurlanda til að lögfesta sameiginlega forsjá sem val og einnig síðast af Norðurlöndum til að gera sameiginlega forsjá að meginreglu og í dag er Ísland eitt eftir af löndum í hinum vestræna heimi sem heimilar ekki dómurum að dæma í sameiginlega forsjá, jafnvel þó það séu bestu hagsmunir barnsins samkvæmt mati. Í janúar 2010 lagði nefnd til að dómarar fengu heimild til að lögfesta sameiginlega forsjá sjá. http://www.domsmalaraduneyti.is/frettatilkynningar/nr/6911, en á sama tíma er lagt til að innihald sameiginlegrar forsjár sé áfram lítið og lögheimilisforeldrið sé í raun hið eiginlega forsjárforeldri, sem ræður öllu stóru og smáu í lífi barns og nýtur réttinda til opinberra bóta samkvæmt því. Þessi vinna var því að hluta smjörklípa sem viðheldur því að mest öll réttindi og skyldur foreldra eru hjá öðru foreldrinu en ekki báðum.
Það er eins með meðlagskerfið, það er viðurkennt að það er á eftir öðrum sambærilegum kerfum http://www.domsmalaraduneyti.is/frettatilkynningar/nr/6460 og búið er að skila skýrslu um tillögu að nýju kerfi sjá http://www.domsmalaraduneyti.is/frettatilkynningar/nr/6926. Allt þetta liggur í ráðuneytinu og það má spyrja sig hvort þar sé einhver vilji til breytinga yfirhöfuð.
Hæg þróun á sviði sifja og barnaréttar sé falleinkun á þá sem starfa í stjórnsýslunni í þessum málaflokki, fall einkun á þá sem fjalla um þessi mál í hinum akademíska heimi, falleinkun á þær stofnanir sem eigia að líta eftir hagsmunum barna og síðast en ekki síst þá er þetta falleinkun á okkar stjórnmálamenn, svo ekki sé talað um að hér eins og víða annarsstaðar vantar gagnrýna umfjöllun í fjölmiðlum um þessi mál.
Það er tími til kominn að á Íslandi séu réttindi barna sett í forgang og hinn aldni og úrelti móðurréttur fari í sögubækurnar. Á meðan bera konur að meðaltali meiri ábyrgð á börnum og uppeldi og á sama tíma bera þær að meðaltali minna úr bítum á vinnumarkaði. Því miður virðist lítið vera að gerast í þessum málum.
![]() |
85% barna í sameiginlegri forsjá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2010 | 09:10
Hvernig myndast orkuverðið til neytenda??
þessi spurning er manni hugleikin. Í OR hefur stjórn og stjórendur farið ógætilega með almanna fé. Mislukkaðar fjárfestingar í Línu Net og eldi á risa rækju eru dæmi um slæma ráðstöfun á fjármunum. Margt fleira mætti nefna í þessu sambandi. Nú þurfa neytendur að greiða fyrir þess óráðssíu og boðað er að hækka þufri orkuverð um 37%!
Spurning er hvort stjórnmálamenn og stjórn OR þurfi ekki að marka verðstefnu fyrir orkuna. Verð á orkunni myndast ekki á markaði og því ætti í mínum huga það verð sem OR innheimtir að vera nægjanlegt til að standa undir þeirri þjónustu sem OR veitir. Það ætti ekki að safnast saman óeðlilegur hagnaður í OR sem svo rennur í niðurgreiðslu í borgarsjóð eða til ráðstöfunar fyrir í gæluverkefni stjórnar OR.
Hvað segir Besti flokkurinn ??? Nú þarf hann að finna "Bestu" lausnina !
![]() |
Heita vatnið þarf að hækka um 37% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Gísli Gíslason
Bloggvinir
-
raggig
-
eyleifosk
-
gummigisla
-
andres08
-
alla
-
gattin
-
eurovision
-
doggpals
-
saxi
-
eysteinn-thor
-
garibaldi
-
killjoker
-
gudrunkatrin
-
gisliivars
-
veravakandi
-
heimirhilmars
-
heg
-
jakobbjornsson
-
joik7
-
kristinnagnar
-
lauola
-
magneak
-
mal214
-
nafar
-
sigrunsveito
-
sigurjonth
-
sighauk
-
slartibartfast
-
sveinni
-
valgerdurhalldorsdottir
-
sparki
-
btryggva
-
keh
-
seinars
-
siggisig
-
sigurjons
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar