Brúðkaupið þann 25.ágúst

Við hjónaleysin gengum upp að altarinu þann 25. ágúst sl.   Athöfnin hófst kl. 14.00 í Bessastaðakirkju.  Börnin gengu á undan okkur inn kirkjugólfið.  Það var gaman hve margir samglöddust okkur bæði í kirkjunni og í veislunni á eftir. Veislan á eftir var í sal í Íþróttahúsinu á Álftanesi.  Allt var þetta dásamlegur dagur og kvöld og svo enduðum við í sumarbústað í Grímsnesinu sem Sveina og Geir voru svo elskuleg að lána okkur.  Hér að neðan  eru nokkrar myndir en fleiri má skoða í skoða myndaalbúm hér að neðan sjá Brúðkaup.  Stórkostlegur dagur !!!

  Brúðkaup 015

Brúðkaup 030

Brúðkaup 040

Brúðkaup 060


Sameiginleg forsjá í sama hverfi er best.

Það er staðreynd að börn sem alast upp án föðurs eða aðeins hjá einu foreldri er mun hættara við að lenda afvega í lífinu.   Rannsóknir sýna að þar sem að börn hafa áfram ríkt samband við báða foreldra þá minnka líkurnar á að barn lendi af sporinu. Það er áætlað að um 1 af hverjum 5  skilnaðarbörnum lendi afvega í lífinu.  Í bókinni "Skilsmissa börn berättar" eða "Skilnaðarbörn segja frá" frá árinu 2002 fjalla sænsku Öberg-hjónin, Bente og Gunnar um afdrif barna sem höfðu jafna búsetu hjá foreldrum eftir skilnað foreldra.   Rannsóknin stóð í yfir  20 ár. Niðurstaðan varð sláandi. Einungis eitt af þeim 50 börnum, sem fylgst var með, hafði lent illa afvega í lífinu. Fimm aðrir höfðu tímabundið lent í minniháttar vandamálum, en voru öll fjölskyldufólk í góðri stöðu við lok rannsóknarinnar. Ályktun Öberg-hjónanna var skýr eftir þessa rannsókn: Látum búsetu barna vera sem jafnasta hjá báðum foreldrum eftir skilnað.  Öberg-hjónin bentu á að í slíku fyrirkomulagi hafi allir áfram hlutverk, hvorugt foreldrið er tapari í skilnaðinum og börnin njóta áfram ríkra samvista við báða foreldra. En báðir foreldrar hafa einnig ríkan tíma til byggja upp sitt eigið líf.  Þannig eru foreldrarnir betur á sig komin að takast á við foreldrahlutverkið þá viku  sem barnið er hjá þeim.  Mikilvægt er að foreldrar búi í sama hverfi og að samkomulag sé gott. Raunar sýna rannsóknir að í slíku fyrirkomulagi hjaðna fyrr skilnaðardeilur foreldra. Langflestum  í úrtaki Öberg hjónanna fannst þetta gott fyrirkomulag og myndu einnig vilja slíkt fyrirkomulag fyrir sín börn ef þau lentu í skilnaði við sinn maka.   Margar aðrar rannsóknir styðja niðurstöðu Öberg hjónanna.   Foreldrajafnrétti eru því bestu hagsmunir barnanna og besta forvörnin, einnig  eftir skilnað foreldranna.

 Sameiginleg forsjá snýst um það að foreldrar slái skjaldborg um hagsmuni barnanna og hluti af því hlýtur að vera að stuðla að því að barnið sé í sama hverfi hjá báðum foreldrum, eigi sömu vini osfrv.   Rannsóknir sýna að það eru bestu hagsmunir barna.

 


mbl.is Ganga í tvo skóla vegna skilnaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gifting um næstu helgi

Það er óneitanlega mjög stór stund í lífinu, þegar  gengið er að altarinu og sumar 2006 087það gerist hjá okkur Bergrósu um næstu helgi, þann 25.ágúst n.k.  Þannig verður í nógu að snúast í vikunni og gaman að hitta vini og vandamenn.

Réttindabarátta feðra erlendis.

Það eru miklar tilfinningar sem brjótast út hjá mönnum þegar föðurhlutverk þeirra er gengisfellt eins og gjarnan gerist við skilnað.  Fréttir af baráttu feðra erlendis rata sjaldan í fréttir hérlendis, þó margar fréttir séu dauðans alvara eins og þessi.  Trúlega er frægasta frétt af baráttu feðra, þegar menn klifruðu  uppá Buckinghamhöll í búningi Batmann sem má sjá hér.    Ég vildi gjarnan deila með lesendum youtube og öðrum fréttaskotum sem ég hef fengið.  Sérstaklega finnst mér viðtalið við Bob Geldof (nr.1) sem lýsir ágætlega stöðu margra feðra.

  1. http://jurlex-ouderschap-nl.blogspot.com/2006/10/96.html
  2. http://uk.youtube.com/view_play_list?p=6DFFF15243FFC792
  3. http://www.youtube.com/profile?user=evenToddlers
  4. http://www.youtube.com/watch?v=Je4TZdMUihA
  5. http://www.youtube.com/watch?v=2D5w2qfB6bo
  6. http://www.bbc.co.uk/radio4/hometruths/20031004_fathers_access.shtml
  7. http://www.bbc.co.uk/radio4/hometruths/ram/20031004_fathers_access.ram
  8. http://www.middevonstar.co.uk/display.var.1087352.0.named_and_shamed.php
  9. http://www.bbc.co.uk/radio/aod/networks/wales/aod.shtml?wales/richardevans_wed
  10. http://www.youtube.com/watch?v=6e1KjS6Hx8k

 


Jafnrétti er gagnvirkur ferill.

Karita Bekkemellen hefur skilið fyrir löngu að til að konur nái jafnrétti á vinnumarkaði, þá þarf að jafna foreldraábyrgð kynjanna. Hún hefur því lagt til að ekki bara sameiginleg forsjá verði meginregla við skilnað foreldra heldur sameiginleg forsjá og jöfn foreldraábyrgð verði meginregla.  Einfaldlega vegna þess að barn á tvo foreldra sem eiga að bera jafna ábyrgð á uppeldi barna sinna, óháð hjúskaparstöðu foreldranna.   Barn á rétt  tveim jafnréttháum heimilum hjá bæði pabba og mömmu, þegar foreldrarnir búa ekki saman.  Karita er sjálf 42 ára einstæð móðir tveggja barna.

Félag ábyrgra feðra hefur ítrekað bent á að Karita Bekkemellen skoðar jafnréttismál út frá hagsmunum beggja kynja.  Um það má lesa  hér.  Hún hefur skynjað fyrir löngu að réttindabarátta karla verður að vera virkur hluti af jafnréttisumræðunni.

Karita Bekkemellen hefur einnig bent á að það þarf að jafna rétt foreldra til fæðingarorlofs. Um það má lesa hér .  Þetta er hluti af þeirri hugsun að jafna beri foreldraábyrgð í uppeldi barna.

Karita Bekkemellen hefur einnig dreift barnasáttmála Sameinuðuþjóðanna til allra grunnskólabarna í Noregi og kynnt þeim þannig rétt sinn. Um það má lesa hér.  Börn í Noregi læra því að báðir foreldra eiga að bera jafna ábyrgð á uppeldi barna sinna.

Hér á landi er jafnréttismál umræða kvennréttindamál, launajafnrétti og kvennfrelsi. Umræðan er einhliða  sem stillir konum beint og óbeint upp sem fórnarlömbum karla.  Það er lítið sem ekkert fjallað um réttindamál karla og hvernig jafnréttismál er gagnvirkur ferill.   Og karlar hafa verið alltof feimnir að fjalla um þessi mál.   Þannig er jafnréttis umræða hér á landi búin að vera í blindgötu í mörg ár

Það er full ástæða að óska Norðmönnum til hamingju með að þess nýju nefnd.  Jafnframt er full ástæða að hvetja íslenska ráðamenn til að taka svipuð skref hér á landi.


mbl.is Karlar ræði „karlréttindamál“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fagra Austurland.

Þá er Neistaflug í Neskaupstað á enda runnið.   Það eru nokkur atriði sem mér finnst standa uppúr á Neistaflugi.

  1. Hér skemmta sér allar kynslóðir saman og skemmtidagskráin er fjölbreytt.
  2. Á dagskránni yfir daginn sést varla vín á nokkrum manni en svo eru böll á kvöldin, bæði unglinga- og fulllorðinsböll.
  3. Burtfluttir Norðfirðingar eru duglegir að mæta.
  4. Ungir austfirðingar mæta og halda sig á tjaldsvæðinu á daginn og skemmta sér á kvöldin.
  5. Fólk komið á húsbílaaldurinn mætir og má sjá húsbíla og fellihýsi um allan bæ.
  6. Gunni og Felix eru sér kapituli útaf fyrir sig á þessari hátíð. Þeir eru límið í dagskránni og setja alltaf skemmtilegan svip á hátíðina.  Alltaf bráðskemmtilegir og glaðir á sviðinu.
  7. Neistaflugslagið er hægt að mæla með, en það má hlusta á það hér

Tími hinna gömlu útihátíða er liðinn.  Hátíðir eins og Húnaver, Atlavík og Galtalækur eru horfnar en þær voru yfirleitt samkomur unglinga. 

Í dag eru bæjarhátíðir nánast allt sumarið úti á landi, eins og danskir dagar, írskir dagar, bryggjuhátíðir og humarhátíð, svo eitthvað sé nefnt.  Þessar hátíðir hafa tekið yfir hinar hefðbundnu útihátíðir.   Öfugt við gömlu útihátíðirnar, þá skemmta allar kynslóðir sér saman bæjarhátíðunum og er það jákvæð þróun. 

Fréttamennskan af hátíðum er alltaf sér kapituli útaf fyrir sig.   Góðar athugasemdir við fréttamennskuna af Neistaflugi má lesa hér

Drottning allra hátíða er Þjóðhátíð í Eyjum.  Engin samkoma hefur jafn langa hefð og djúpar rætur.   Sú hátíð er einnig einskonar blanda af útihátíð og bæjarhátíð. Eyjamenn skemmta sér í dalnum á daginn og fara svo heim til sín á nóttunni.   Þjóðhátíð í  Eyjum lifir hvort sem annarsstaðar á landiu eru haldnar útihátíðir eða bæjarhátíðir.

Það er gott og gagnlegt að ungir og aldnir skemmti sér og njóti sumarsins.

 


Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Ágúst 2007
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband