Gísli Gíslason
Æskurárin voru samfelld hamingja austur í Neskaupstað, hvort sem við strákarnir lékum okkur að veiða á bryggjunum, í fótbolta eða öðrum leikjum. Móðir mín, Guðrún María býr enn í því húsi sem við fluttum í árið 1969. Faðir minn Gísli Sigurbergur var skipstjóri og hafnarstjóri en hann er látinn. Við bræðurnir vorum 4 og eru tveir ennþá fyrir austan. Jóhann Pétur stóri bróðir er vélstjóri hjá Síldarvinnslunni og á 3 börn og eitt stjúpbarn, hamingjusamlega giftur Siggu sinni. Bæði eru, eins og margir Norðfirðingar, ættuð frá Mjóafirði. Guðmundur Rafnkell bróðir býr með Gunnu sinni og tveimur dætrum. Gummi vasast í mörgu, enda duglegur drengur. Hann vinnur á Reyðarfirði við uppbygginguna þar og er einnig forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð og syngur með hljómsveitinni SúEllen. Eyleifur bróðir lést ungur og ég fór snemma suður í menntó og þaðan til Noregs í háskóla og hef síðan búið, bæði í Vestmanneyjum, Akureyri, Lincoln Englandi og eins og margir Íslendingar þá er maður lentur hér á höfuðborgarsvæðinu. Bý á Álftanesi, yndislegur staður, horfi úti á hafið, enda notalegt að fylgjast með "logninu" á haffletinum. Hér á Álftanesi býr einnig hálfbróðir minn Heimir Berg og fjölskylda en pabbi átti hann fyrir hjónaband. Dugleg og samhent hjón. Ég er giftur yndislegri konu, Bergrós Guðmundsdóttur einnig frá Neskaupstað. Börnin mín eru Eyleif Ósk, fædd 96 og Gísli Veigar, fæddur 98. Frábær börn sem ég er óendanlega stoltur af. Fátt er dýrmætara en þegar þau eru hér hjá okkur á Álftanesinu.
Um bloggið
Gísli Gíslason
Bloggvinir
- raggig
- eyleifosk
- gummigisla
- andres08
- alla
- gattin
- eurovision
- doggpals
- saxi
- eysteinn-thor
- garibaldi
- killjoker
- gudrunkatrin
- gisliivars
- veravakandi
- heimirhilmars
- heg
- jakobbjornsson
- joik7
- kristinnagnar
- lauola
- magneak
- mal214
- nafar
- sigrunsveito
- sigurjonth
- sighauk
- slartibartfast
- sveinni
- valgerdurhalldorsdottir
- sparki
- btryggva
- keh
- seinars
- siggisig
- sigurjons
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 185996
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar