Færsluflokkur: Bloggar
21.5.2009 | 10:37
Réttar upplýsingar!
Þegar maður les svona frétt, þá veltir maður fyrir sér hvaða upplýsingar um hvalveiðar hefur þetta fólk ? Hvað gera íslensk stjórnvöld og hagsmunaaðilar til að koma réttum upplýsingum til þessara þingmanna um stofnstærð og annað er varðar veiðarnar ?
Trúlega sitja þessir þingmenn uppi með rangar upplýsingar og hagsmuna aðilar sem vilja nýta hvalastofna gera mest lítið til að koma réttum upplýsingum til þeirra. Á meðan svo er þá tapast orðræðan úti í heimi, sem umhverfiverndarsamtök hafa mótað, oft á röngum forsendum. Hér er verk að vinna, sem ég held að því miður enginn sé að vinna.
![]() |
Gagnrýna undanlátssemi gagnvart hvalveiðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
15.5.2009 | 16:08
Þjóðin þarf nýjan forseta !
"Aldrei fyrr hefur Alþingiskosningar borið að með slíkum hætti " !. Síðasta ríkisstjórn sprakk, þar sem annar flokkurinn gekk úr ríkisstjórn. Þoldi ekki pressuna og gekk á dyr. Það hefur oft gerst áður og alltaf eru það vinstri flokkar sem eiga aðild að slíkum slitum. Það var eins í þessu tilviki og þannig er það beinlínis rangt hjá forsetanum að segja að Alþingiskosningar hafi ekki áður borið að með slíkum hætti. Þetta var hefðbundin vinstri flokka leikflétta.
Það er talað um hið "Nýja Ísland" og nýjir þingmenn og nýtt embættisfólk m.a. í bönkum sé hluti af hinu nýja Íslandi. Forsetinn er hluti af "gamla Íslandi" en hann var virkur með umdeildustu útrásarvíkingunum sem hann dásamaði í ræðu og riti bæði hér á landi og erlendis. Aldrei hefur þjóðin áður haft jafn umdeildan forseta og aldrei hefur þjóðin haft jafn pólitískan forseta. Við þurfum nýjan höfðingja á Bessastaði sem þjóðin getur sameinast um. Ef athygli fjölmiðla og annara yrði nú leidd að forsetakosningum þá fengi þingið og ný ríkisstjórn starfsfrið á meðan þjóðin væri að kjósa sé nýjan forseta. Slíkur vinnufriður er nauðsynlegur fyrir hið nýja þing og ríkisstjórn. Ólafur Ragnar ætti að taka sinn poka og segja af sér og boða til forsetakosninga með haustinu.
![]() |
Þjóðin tók valdið í sínar hendur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.5.2009 | 19:56
Í minningu Óskars Björnssonar

- Ævin er nú hálfnuð þín
- er því von ég segi.
- Bakkus passar börnin sín
- bæði á nótt sem degi
- Lifðu heill og lífsins njóttu
- lengi ennþá Jói minn.
- Áttugfaldar óskir hljóttu
- er þér sendir vinur þinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2009 | 08:11
Ekkert ábyrgðarleysi?
Vinstri stjórnin sem sat 1971-1973 hafði það á stefnuskrá sinni að senda herinn heim í áföngum. Það gekk ekki eftir. Þegar kalda stríðinu lauk þá fór herinn af landi brott en það er önnur saga.
Þessi vinstri stjórn sem er að taka við völdum vill innkalla veiðileyfin í áföngum. Engin ríkisstjórn hefur áður haft það áður á dagskrá. Trúlega mun þetta ekki ganga eftir, frekar en herstöðvarmálið um árið. En þegar þessari æfingu þeirra er lokið, þá er trúlega ennfrekar búið að festa aflamarkskerfið varanlega í sessi.
![]() |
„Ekkert ábyrgðarleysi“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2009 | 11:39
Vinátta !
Nú barst innum bréfalúguna hið ágætasta blað Sjálfstæðismanna í Kópavogi. Það var ein grein sem ég staldraði sérstaklega við en hún hét VINÁTTA. Greinarhöfundur er Hreinn Jónasson. Hann skiptir vináttunni í 3 flokka:
- Ánægjuvinir. Þá er ánægjan sterkasti þáttur í sambandinu og gott dæmi um svona er unglingavinátta sem endist ekki til fullorðinsára, þegar gáski og gleði unglingsáranna er að baki.
- Nytjavinir. Það eru vinir sem hafa gagnkvæma hagsmuni af því að vera vinir. Dæmigert eru "business" vinir. Þeir bjóða hvorum öðrum í mat o.þ.h er viðskiptin eru driffjöðurin á bakvið tengslin.
- Andlegir vinir. Manngerðin, skapgerðin og persónan sjálf vega þá mest. Vinir í þessum flokki yfirgefa okkur síðast þegar bjátar á. Þessi vinátta er áralöng og jafnvel ævilöng.
Í niðurlagi greinarinnar segir hann: "vináttan, virðing og traust er áunnið" Það er nokkuð sem allir ættu að hafa í huga.
Vinátta
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.4.2009 | 18:11
Og við erum á lífi !
Fólk sem að fæddist fyrir 1990 ættti að vera dáið!!! (eða vorum við bara
heppin??)
Já, samkvæmt löggjöfum og skriffinnum nútímans ættu þau okkar sem voru börn
á 5., 6., 7. og 8. áratuga síðustu aldar ekki að hafa lifað af.
HVERS VEGNA VAR ÞESSI NIÐURSTAÐA OKKAR SVONA?
-Jú, barnarúmin okkar voru máluð með blýmálningu.
-Það var engin barnalæsing á lyfjaglösum, hurðum eða skápum og þegar við
hjóluðum notaði ekkert okkar hjálm.
-Sem börn sátum við í bílum án öryggisbelta og/eða púða.
-Að fá far á vörubílspalli var sérlega gaman.
-Við borðuðum brauð með smjöri, drukkum gos með sykri, en fæst okkar lentu
í offituvandamálum, því við vorum alltaf úti að leika
-Við deildum gjarnan gosflösku með öðrum og allir drukku úr sömu flöskunni
án þess að nokkur létist.
-Við vörðum löngum stundum í að byggja kassabíl úr dóti og drasli og þutum
á honum niður brekkuna, bara til að uppgötva að við höfðum gleymt
bremsunum. Eftir nokkrar veltur lærðum við að leysa vandamálið.¨
-Við lékjum okkur á bryggjunum við að veiða fisk.
-Við fórum að heiman snemma á morgnanna til að leika okkur allan daginn og
komum aftur heim í kvöldmat Enginn hafði möguleika á því að ná í okkur yfir
daginn.
-Engir farsímar. Ha, engir farsímar? Óhugsandi! Sumir áttu litlar
talstöðvar sem var flott að eiga!
-Við áttum ekki Playstation, Nintento 64, X-box, enga tölvuleiki, ekki
fjölmargar rásir í sjónvarpinu, ekki video, ekki gervihnattasjónvarp, ekki
heimabíó, farsíma, heimilistölvu eða spjallrásir á Internetinu.
-Við eignuðumst vini! Við fórum bara út og fundum þá.
-Við duttum í skurði, skárum okkur, fótbrotnuðum, brutum tennur, en enginn
var kærður fyrir þessi óhöpp. Þetta voru jú óhöpp. Það var ekki hægt að
kenna neinum um? nema okkur sjálfum. Manstu eftir óhappi?
-Við slógumst, urðum blá og marin og lærðum að komast yfir það.
-Við lékum okkur í nýbyggingum, fundum upp leiki með naglaspýtum og drasli
og átum Maðka og reyktum njóla. Þrátt fyrir aðvaranir voru það ekki mörg
augu sem duttu út og ekki lifðu maðkarnir inni í okkur til eilífðar og
margir gáfust upp á fyrsta njólanum!
-Við hjóluðum eða gengum hvert til annars, bönkuðum á dyrnar, gengum inn og
létum eins og heima hjá okkur.
-Við lékum okkur úti eftir kvöldmat, fórum í fallin spýta, eina krónu,
eltingaleik eða feluleik, svo ekki sé minnst á löggu og bófa. Svo þegar
aldurinn sagði til sín fórum við í kossaleik og eignuðumst kærustu/kærasta.
-Það þurfti engar félagsmiðstöðvar eða neina til að stjórna okkur - Við
stjórnuðum okkur sjálf.
-Sumir nemendur voru ekki eins glúrnir og aðrir, þeir lentu í tossabekk.
Hræðilegt.... En þeir lifðu af.
-Engin vissi hvað Rítalín var og engin bruddi pillur sem barn.
-Við fórum í sunnudagsskóla eða sóttum KFUM og K, sungum og vorum í
Skátunum og lærðum hnúta og kurteisi.
-Ef það sprakk á hjólinu lagfærðum við það í sameiningu og alveg sjálf.
-Morgunkornið okkar var m.a. TRIX morgunkorn, og við lifðum af litarefnið í
því...
OG AFLEIÐINGIN ER ÞESSI!
Síðustu 50 ár hafa verið sprengja nýsköpunar og nýrra hugmynda. Við áttum
frelsi, sigra ósigra og ábyrgð og við lærðum að takast á við það allt
saman. Við sem ólumst upp áður en löggjafi og stjórnvöld settu lög og
reglur um líf okkar sem þeir segja að sé 'okkur sjálfum fyrir bestu'?
Við áttum bara gott líf, er það ekki?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.4.2009 | 13:08
Fagra Austurland, jákvæð áhrif virkjana og álvers.
Nýkominn frá firðinum fagra, Norðfirði, þar sem við áttum frábærar stundir um páskana. Þegar maður fer austur og spyr um fólk þá er ótrúlegur fjöldi sem vinnur beint við álverið eða í störfum afleiddum vegna uppbyggingarinnar. Það er ljóst að á Austurlandi byggi mun færra fólk ef ekki
Oddskarð
hefði orðið af þessum framkvæmdum, enda fækkað mikið störfum bæði í landbúnaði og sjávarútvegi.
Mikilvægi þessara framkvæmda fyrir samfélagið eystra fær litla fjölmiðla umfjöllun en menn sem gefa út bók og bíómynd um gildishlaðna skoðun sína á þessum framkvæmdum fær mikla umfjöllun og jafnvel fjallað um af mikilli lotningu. Sjálfsagt er það draumsýn margra hér syðra að landsbyggðin verði eins og Hornstrandir. Allt þetta endurspeglar þá staðreynd að fólk og samfélag á landsbyggðinni á hjá mörgum litla samúð og þegar fólki fækkar þá er það álitið náttúrulögmál nýrra tíma, einskonar söguleg nauðsyn. En þetta segir manni líka hverslags ægivald fjölmiðlar hafa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.4.2009 | 12:06
Víst áróðursmynd !
Bókin Draumalandið var áróðursbók á móti þeirri uppbyggingu sem var á Austurlandi, þar sem einhliða er dregin upp neikvæð mynd af framkvæmdunum og allt gert ótrúverðugt. Þannig getur mynd byggð á þeirri bók aldrei verið neitt annað en áróðursmynd og ber að skoðast í því ljósi.
En Kárahnjúkar halda áfram að framleiða umhverfisvæna orku og álver Alcoa verður áfram einn mikilvægasti vinnuveitanda á Austurlandi. Hvorutveggja virðist léttvægt fyrir þá sem voru og eru á móti þessari uppbyggingu.
![]() |
Segir Draumalandið ekki áróðursmynd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.4.2009 | 16:35
Frekjan í hvalaskoðunarfyrirtækjum yfirgengileg.
Það er vonandi að ferðaþjónusta og hvalveiðar nái að lifa saman í framtíðinni. Mér finnst oftar en ekki að fulltrúar hvalaskoðunarfyrirtækja séu yfirgengilega einstrengisleg þegar fjallað er um hvalveiðar. Mín skoðun er a.m.k sú að það er nauðsynlegt að báðar þessar atvinnugreinar geti lifað hér á landi.
![]() |
Hafna tillögum um hvalaskoðunarsvæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2009 | 10:22
Það sem koma skal frá VG.
Hagfræði ömmu og afa var að bestu lánin væru engin lán og það að bíða og eiga fyrir framkvæmdum væri ávallt best frekar en að taka lán. Að eiga sitt húsnæði skuldlaust væri nauðsynleg kjölfesta hverrar fjölskyldu.
Nú þegar bankakreppan skall á og lán fólks uxu og jafnvel margfölduðust þá varð manni hugsi til þessarar ágætu speki, þ.e. bestu lánin eru engin lán.
Nú þegar maður svo les þessa ályktun VG, þá getur maður aftur farið að efast, kannski er bara best að skulda töluvert í húsunum, sleppa við eignaskattinn og fá í staðinn vaxtabætur frá ríkinu vegna skuldanna. Þetta er trúlega það sem koma skal frá VG að meðalmaður verður skattlagður í botn fyrir að eiga sín húskofa skuldlitla/lausa.
![]() |
Vinstri græn vilja eignaskatta á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Gísli Gíslason
Bloggvinir
-
raggig
-
eyleifosk
-
gummigisla
-
andres08
-
alla
-
gattin
-
eurovision
-
doggpals
-
saxi
-
eysteinn-thor
-
garibaldi
-
killjoker
-
gudrunkatrin
-
gisliivars
-
veravakandi
-
heimirhilmars
-
heg
-
jakobbjornsson
-
joik7
-
kristinnagnar
-
lauola
-
magneak
-
mal214
-
nafar
-
sigrunsveito
-
sigurjonth
-
sighauk
-
slartibartfast
-
sveinni
-
valgerdurhalldorsdottir
-
sparki
-
btryggva
-
keh
-
seinars
-
siggisig
-
sigurjons
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.7.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 187003
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar