Fćrsluflokkur: Vísindi og frćđi

Ónotuđ íslensk mannanöfn ! Frá landnámi og miđöldum.

Í ćsku umhverfi mínu var nafniđ Eyleif  vanalegt. Svo kemst mađur ađ ţví ađ nafniđ er mjög fágćtt.  Ţá veltir mađur fyrir sér hvort ekki séu mörg gömul nöfn í íslenskunni fágćt og jafnvel ekki  notuđ í dag.  Viđ smá grúsk ţá sýnist manni eins og  viđ landnám hafi máliđ veriđ mjög fjölskrúđugt af nöfnum en svo veriđ notuđ fćrri nöfn á miđöldum en á síđustu öld orđiđ nokkur vakning ađ nota ný nöfn eđa ný gömul nöfn. Hjálagt er listi af nöfnum sem voru notuđ á miđöldum og á fyrstu öldum landnáms en enginn ber í dag. 

 

Alfarinn,  Andríđur, Auđúlfur,Ásbera, Ásleif, Ásleifur, Ávaldi, Bálki,Bárekur, Bjálfi, Bjolllok,Brattur, Bresi, Brigíđ, Brúnmann, Böđólfur, Böggvir, Bölverkur, Dufnall, Fastný, Geirröđur, Geitir, Goti, Grenjađur, Grjótgarđur, Gufa, Hallađur, Herröđur, Hjálp, Hjör, Hjörr, Hneitir, Hrifla, Höggvandill, Járnskeggi, Hrani, Kenik, Kjalvör, Knjúkur, Koltorfa, Kriströđur, Kúgaldi, Liđur, Maddađur, Mýrún, Mćfa, Nefsteinn, Niđbjörg, Ormhildur, Ópía, Rafarta, Ráđormur, Reginleif, Reistar, Skarfur, Skólastika, Skúfur, Snartur, Stórólfur, Svartkell, Vađi, Vakur, Véfröđur, Vilbaldur, Vilgeir, Ţjóđar, Ţorbeinir, Ţórvé, Ögur, Öndóttur, Alrekur, Ármóđur, Dufgús, Finnvarđur, Gríss, Heinrekur, Hrolleifur, Hrosskell, Hyrningur, Hćringur, Jólgeir, Kađall, Klaufi, Kleppur, Kolbrandur, Kýlan, Leggur, Ljótólfur, Oddkatla, Óblauđur, Saxi,  Sigvör, Skefill, Snćrir, Valbrandur, Ćgileif, Böđmóđur, Fálki, Geirleifur, Grís, Heimlaug, Hlenni, Hróđgeir, Hrútur, Ísröđur, Leiđólfur, Óleifur, Ósvífur, Rauđur, Rjúpa, Snörtur, Stari, Söxólfur, Ţjóđrekur, Ţjóstólfur, Ţorgestur, Áli, Brúni, Húnröđur, Kleppjárn, Klyppur, Naddur, Skúmur, Sölvör, Valţjófur, Vébrandur, Ţorljótur, Ţraslaug,Ölmóđur, Lambi, Otkatla, Ţórhaddur, Ásbrandur, Konáll, Tófa, Kjallakur, Kollsveinn, Lođmundur, Refur, Kollur, Órćkja, Sámur Sokki, Surtur, Eindriđi, Hróaldur, Svertingur, Bótólfur, Ţorleikur, Beinir, Hafur, Sveinungi, Gamli, Ţorgautur, Ásvör, Kolli, Ásgautur, Svarthöfđi, Krákur, Hemingur, Kálfur, Yngvildur, Hallótta, Svartur, Kolţerna, Alleif, Álaug, Broteva/efa, Etilríđur, Eyfríđur, Elíná, Fabían, Hegri, Ísleikur, Jóríđur, Lífgjarn, Munnveig, Oddkell, Rustikus, Túnis.

Vćntanlega ţarf ekki leyfi mannanafnanefndar til ađ skýra eitthvađ af ofangreindum nöfnum.   Sum nöfnin eru alls ekki slćm eins og t.d. Ásleifur, Bresi, Ávaldi, Goti,Ásbrandur Ţjóđar.   Sum nöfn finnst mér hinsvegar nafnleysa og međ neikvćđa merkingu.  En eitt sinn var ekki hćgt ađ nota nafniđ Mörđur, vegna "Lyga Marđar". Nú er ţađ nafn vel ţekkt og samţykkt, ţannig geta nöfn öđlast samţykki.  Kannski eiga einstaklingar eftir ađ bera  nafniđ Fálki rétt eins og Hrafn og Örn.  Íslenska máliđ býđur uppá mörg ónotuđ nöfn og kannski ekki nauđsynlegt ađ leita langt ađ nýjum nöfnum.


Ţorlákur helgi og Ţorláksmessa

Ţorláksmessa, sem er kennd viđ Ţorlák helga sem var  Ţórhallsson og fćddur 1133 ađ Hlíđarenda í Fljótshlíđ.  Hann lést áriđ 1193 og varđ ţví 60 ára, sem hlýtur ađ hafa veriđ hár aldur á ţeim tíma.    

Ţorlákur hélt utan til náms og var sex ár (1153-1159) í París og Lincoln. Á báđum stöđum voru frćgir skólar á tólftu öld. Ţegar til Íslands var komiđ varđ hann fyrst prestur í Kirkjubć á Síđu 1162 og seinna ađ Ţykkvabć í Álftaveri og gerđist ábóti.   

Á alţingi 1174 var Ţorlákur kosinn biskup í Skálholti í stađ Klćngs Ţorsteinssonar.  Verđandi biskupar á Íslandi ţurftu ađ fara til Ţrándheims til vígslu, enda heyrđi hin íslenska kaţólska kirkja undir biskupinn í Niđarósi.  Ţorlákur fór ekki utan til vígslu fyrr en 1177 og var vígđur til biskups í Niđarósi 2. júlí 1178.  Ţorlákur var svo biskup í Skálholti til dauđadags.    

Snemma var fariđ ađ leita til Ţorláks međ meinsemdir manna og plágur ýmsar og ţótti blessun hans kröftug til ađ bćgja slíku frá.   Á kaţólskum tíma voru yfir 50 kirkjur helgađar heilögum Ţorláki.  Ađeins Pétri postula, Maríu og Ólafi helga voru helgađar fleiri kirkjur en honum.  Jóhannes Páll páfi II útnefndi Ţorlák verndardýrling Íslands međ tilskipun 14. janúar 1985. 

Ţorláksmessurnar eru tvćr.

Sú Ţorláksmessa sem viđ ţekkjum er 23. desember miđast viđ dánardag Ţorláks helga.  Ţorláksmessa á sumar  er 20. júlí, en ţann dag voru bein hans tekin úr jörđu áriđ 1198 og var sú Ţorláksmessa lögtekinn 1237.   Kirkja heilags Ţorláks stóđ í Ţorlákshöfn, sem var og er mikilvćg verstöđ á landinu bláa. .  Í bókinni sögu daganna segir Árni Björnsson svo frá: “ Ţorláksmessa á vetur varđ lífsseigari en sumarmessan eftir siđaskipti og veldur ţar nálćgđ jóla.  Ţá var sođiđ hangikjöt til jólanna, og víđa smakkađ á ţví um leiđ.  Almennari var ţó sá siđur ađ hafa fiskmeti, skötu eđa sođinn harđfisk á borđum á Ţorláksmesu.  Í upphafi kann ţetta einfaldlega ađ hafa  veriđ ómerkilegur hversdagsmatur rétt fyrir stórhátíđina, en í fiskátinu kynni einnig ađ gćta leifa af katólskri jólaföstu eđa sérstakri Ţorláksmessuföstu.  Á 20. öld hafa Vestfirđingar haldiđ tryggđ viđ kćsta skötu sem Ţorláksmessumat og er sá siđur orđinn almenntur. 

Í Lincoln stendur glćsileg dómkirkja.  Ţorlákur helgi kom til Lincoln frá París áriđ 1157 og var ţar til 1159.   Áriđ 1072  var hafist handa viđ ađ byggja dómkirkjuna og var bygging hennar langt komin ţegar hann var ţar.

 

Tengsl á milli Lincoln og Ţrándheims voru nokkur á tímum Ţorláks helga..  Dómkirkjan í Ţrándheimi er byggđ ađ fyrirmynd kirkjunnar í Lincoln.   Elsti hluti dómkirkjunnar í Ţránheimi (Niđrarósi)  var í byggingu  frá 1130-1180.  Sá hluti var ţví enn í byggingu ţegar Ţorlákur helgi vígđist í Niđarósi til biskups.   Efalaust hefur hann kannast viđ ýmislegt í arkitektúr Niđarósdómsins frá dögum sínum í Lincoln. Kannski hefur hann lagt mönnum góđ ráđ viđ ađ gera dómkirkjuna í Ţrándheimi  ađ hluta ađ fyrirmynd dómkirkjunnar í Lincoln.  Hvađ sem ţví líđur ţá er ţađ söguleg stađreynd ađ Niđrósdómurinn í Ţrándheimi er ađ reistur ađ hluta ađ fyrirmynd dómkirkjunnar í Lincoln og Wesminister Abbey í London, enda komu m.a. iđnađarmenn frá Englandi til ađ reisa kirkjuna í Ţrándheimi.   Kórinn í báđum kirkjum er  mjög líkur.

 

Lincoln

Í Lincoln er Ţorlákur helgi ekki alveg gleymdur.  Ekki langt frá  Dómkirkjunni í lítilli kirkju, sem nú er bókasafn og upplestrarsalur fyrir stúdenta, er glerlistaverk .  Ţar eru 5 dýrlingar merktir í hver sína rúđu í glugganum.   Einn af dýrlingunum er Ţorlákur helgi og er í annarri rúđu frá vinstri ef mađur er inní lestrarsalnum. Myndir af kirkjunum í Ţrándheimi og Lincoln má sjá hér

 

Ég hef búiđ og starfađ í Lincoln og komiđ til Ţrándheims. Ólíkir en samt líkir bćir.  Lincoln stendur inní miđju landi á međan Ţrándheimur er viđ sjó og stendur viđ ár ósa,  Niđurósa.  Báđir stađir eru Háskólabćir, sem eiga ríka sögu, fallegar byggingar og ţađ er vel hćgt ađ  mćla međ heimsókn á báđa stađi.

 

Megi skatan bragđast vel á Ţorláksmessu.

 

Ónýtt íslensk nöfn

Fyrir  ríflega ári síđan, eyddi ég drjúgum tíma í ađ taka saman sjaldgćf íslensk nöfn.

Á síđustu áratugum hafa orđiđ til mörg ný mannanöfn í íslensku máli.  Oft eiga ţau nöfn uppruna í erlendum málum.  Íslenskan er samt rík af nöfnum.

 

Hjálagt er listi af nöfnum sem enginn eđa fáir heita en eru rammíslensk.  Sum orđin kunna ađ virđast međ neikvćđum blć eins og Bjálfi, Böđmóđur og Bölverkur. Önnur eru framandi, eins og Rafarta, en hún var dóttir Kjarvals Írakonungs og móđir Helga Magra er nam land í Eyjafirđi.  Knjúkur er međal fornustu nafna sem Landnámabók geymir. Er nefndur Knykur í fornbréfasafninu en á líklega ađ vera Knjúkur. Ósvífur var fađir Guđrúnar Ósvífursdóttir er var “kvenna vćnst, er upp óxu á Íslandi, bćđi at ásjónu ok vitsmunum” segir í Laxdćlu.  Ţannig eiga mörg nöfn  sér sögu.  Dýranöfn eru oft notuđ viđ nafngiftir eins og Hrafn, Örn, Ormur, og Ugla en nöfnin Fálki, Rjúpa, Kálfur,  Refur og Skúmur eru ekki nýtt í dag.  Keltnesku nöfnin Kjarval og Kiljan ţekkjum viđ af frćgum listamönnum.  Ónýtt keltnesk nöfn eru m.a. Kjallakur og Kjalvör.  Ýmsir stađir bera nöfn, sem hafa veriđ mannanöfn en eru lítiđ eđa ónýtt í dag. Stađurinn Hrifla er til, en einungis einn einstaklingur hefur boriđ ţađ nafn.  Einnig var ţekktur stjórnmálamađur kenndur viđ stađinn Hriflu.   Böggvistađir, Kjallaksstađir, Kýlanhólar, Álaugarey, Ímastađir og Lýtingsstađir eru til en engin ber ţessi nöfn í dag, ţó einstaklingar hafi heitiđ ţeim fyrr á öldum.  Mörg gömul nöfn sem ekki voru notuđ í aldir hafa veriđ nýtt á síđustu áratugum, s.s. Dufţakur, Dalla og Eyjar.   Ýmis ný nöfn af íslenskum stofni, eins og Vöggur, Draupnir og Fífa  hafa litiđ dagsins ljót. Nafniđ Rökkvi var fyrst til áriđ 1978 og í dag bera 30 manns ţetta nafn.  Ţessi nýju mannanöfn hafa auđgađ nafnaflóruna í íslensku máli.

 

Ţađ er full ástćđa fyrir foreldra ađ gaumgćfa vel hvort eitthvađ af ónýttum eđa lítt nýttum íslenskum nöfnum geti komiđ til greina viđ skírn á barni, t.d. Ásleifur Bresi nú eđa jafnvel nota eitt sjalgćft nafn sem millinafn, t.d. Áli, Brúni, eđa Kolli.  Nafn er ćvivarandi heimamundur  einstaklings. Sum fágćt nöfn geta veriđ hluti af einkenni  viđkomandi ćttar.    Auđgum íslenskt samfélag međ fágćtum en fallegum  ramm íslenskum nöfnum.

 

Skrifađ af Gísla Gíslasyni Gíslasonar, sem á soninn Gísla !


Ţörf og mikilvćg stund.

Ţađ er mikilvćgt ađ samfélagiđ  fjalli meir um sjálfsvíg.  Ég hef lengi ćtlađ ađ blogga um ţetta og fór fyrir nokkru ađ skođa ţessi mál af vef Hagstofunnar.  

Á árunum 1986-2005 falla 648 Íslendingar fyrir eigin hendi.   Af ţessum 648 einstaklingum eru 502 karlar eđa 77%.  Oft eru ţađ ungir karlmenn. Boriđ saman viđ ýmsar ađrar dánarorsakir ţá er ţetta mjög há tala. Sjá töflu hér ađ neđan.

Hjá konum er virkt forvarnarstarf fyrir leit ađ  bćđi brjósta og leghálskrabbameini.   Úr ţessum tveimur sjúkdómum létust 1248 konur á árunum 1986-2005.

Á árunum 1986-2005 látast 1356 karlar vegna krabba í blöđruhálskirtli og sjálfsvíga (854+502).  Ţađ er ekki eins skipulögđ leit ađ blöđruhálskirtlakrabbameini fyrir karla eins  og er hjá konum viđ brjósta og leghálskrabbameini.   Ţađ er lítiđ fjallađ um sjálfsvíg, en 77 % af sjálfvígum eru karlmenn og oft ungir karlmenn jafnvel unglingar. 

Ţađ er full ţörf á ađ karlar gangi jafn skipulega til krabbameins leitar í blöđruhálskirtli, eins og konur gera viđ brjósta og leghálskrabbameini. 

En ţađ er ekki síđur ţörf  á ađ samfélagiđ geri átak og rjúfi ţögnin sem allt um lykur sjálfsvíg.  Frćđsla um sjálfsvíg ţarf ađ komast í grunnskóla og ţađ ţarf stórátak í ţeim efnum. Ekki síđur ţurfa allir landsmenn ađ vita hvert eigi ađ leita ţegar ţungi tilverunnar er ađ buga menn.  Tugir manna falla á  hverju ári fyrir  eigin hendi. Ţađ er alltof há tala.  Vonandi verđur minningarstunding í Hallgrímskirkju upphafiđ ađ einhverju meiru í ţeim efnum og upphafiđ ađ virkari  forvarnarstarfi.

 

Tafla:  Íslendingar látnir eftir ýmsum orsökum á árabilinu 1986 til 2005

Sjálfsvíg648
Eyđni26
Illkynja ćxli í leghálsi, legi og  eggjastokki493
Brjóstakrabbamein755
Blöđruhálskirtill854
Lagnvarandi alkóhólismi50
Flutningaóhöpp.662
Heimild. www.hagstofa.is


mbl.is Fórnarlamba sjálfsvíga minnst
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Saga heimstyrjaldarinnar skrifuđ af ţeim sem unnu stríđiđ.

Ţađ er stađreynd ađ saga heimsstyrjaldarinnar er skrifuđ af ţeim sem unnu stríđiđ.   Miđađ viđ sögubćkur og bíómyndir gerđar um stríđiđ, ţá er eins og allt slćmt hafi ţjóđverjar gert og bandamenn ekki gert neitt slćmt.    Söguleg túlkun frćđimanna á heimstyrjöldinni verđur önnur eftir nokkur ár eđa áratugi.


mbl.is Ahmadinejad hvetur til frekari rannsókna á helförinni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Um bloggiđ

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband