Færsluflokkur: Spaugilegt
23.9.2007 | 12:58
Austfirðingaball, undarlega lífsreynsla !
Það var sérstakt að mæta á Players á austfirðingaball. Fyrst þegar við Bergrós mættum, þá sá maður varla nokkurn austfirðing en það var fullt af fólki, já og fjölbreytileiki mannlífsins var mikill. Maður hugsaði bara að austfirðingarnir hljóta að vera farnir austur að vinna í álinu. Enda veit maður þó nokkur dæmi um slíkt.
Svo fór að koma fólk sem maður kannaðist við. Við áttum skemmtilegt spjall við Árna og Díönu en hann vann hjá Icelandic um leið og ég en þá hét fyrirtækið nú bara Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna. Svo hitti maður Gumma bróðir og fleira ágætt fólk. Allt var þetta voðalega huggulegt en meirihluta flólks á Players kannaðist maður ekkert við.
Þegar við Bergrós fórum að dansa þá voru tveir karlmenn, sem voru að dansa, alltaf að horfa á okkur. Mér fannst ég kannast við þá. Hélt ég hafði hitt annan þegar ég var formaður Félags ábyrgra feðra.Á dansgólfinu kom hann ítrekað og sagði að hann hefði verið viðriðinn uppljóstrunina á Fáskrúðsfirði, þó hann væri hættur í löggunni og þá ættu þeir eftir að góma mig og hann tæki þátt í því. Ég spurði hvað hann væri að meina og hann var bara með stæla og dónaskap og sagði að ég vissi vel hvað hann ætti við. Ég sagði að ég hefði ekki hugmynd um það, svona gekk þetta ítrekað og var sannarlega orðið hundleiðinlegt. Svo þegar við Bergrós vorum að labba, undir lok balls, þá kom þessi ræfilstuska aftur og fór með svipaða orðaleppa. Ég spurði aftur hvað hann ætti við. Hann sagði þá "Engilbert, þú veist vel hvað ég á við!" Ég sagði að ég héti ekkert Engilbert, heldur Gísli og væri Gíslason. Hann sagði mig ljúga því, hann þekkti mig vel frá þeim tíma sem hann var í löggunni og ég skildi bara passa mig, ég yrði gómaður !!!. Þetta var yfigengilegur dónaskapur. Þá sýndi ég honum Visa kortið mitt með nafni og mynd og þá varð hann hálf asnalegur en virtist samt ekki trúa því að ég væri ekki Engilbert. Kannski haldið að ég væri Engilbert með fölsuð skilríki. Hann sagði svo að ég væri örugglega Engilbert Runólfsson, hann þekkti mig frá því að hann var í löggunni. Fyrir utan ballið hélt þetta áfram en svo virtist renna upp fyrir honum ljós, og hann bað mig afsökunnar. Áður var hann búinn að bjóðast til að slást osfrv. Ég sagði honum eins og var að ég slæist aldrei. Ég sagðist mundi fyrirgefa honum en sagði honum jafnframt að hypja sig í burtu og láta mig aldrei sjá sig aftur. Hann gerði það en ekki gat ég séð neina iðrun hjá þessum gæja. Ég var orðinn mjög leiður og miður mín, raunar fjúkandi svekktur. Mann ræfillinn var búinn að skemma helling annars mjög skemmtilegt kvöld með truflun, dónaskap og niðrandi orðaleppum. Vinur hans sagði að hann væri fasteignasali en ekki lögga. Þá tengdi ég alveg hver náunginn var. Ég hafði hitt þegar ég var formaður Félags ábyrgra feðra. Maðurinn er sem sagt fasteignasali og um hann stendur á heimasíðu fasteignasölunnnar: lögfræðingur frá HÍ árið 1996 og öðlaðist héraðsdómslögmannsréttindi 1997. ... starfaði sem lögfræðingur Neytendasamtakanna árin 1996-1998, sem lögfræðingur hjá lögreglunni í Reykjavík, síðar Ríkislögreglustjóranum árin 1998-2004 og sem lögfræðingur hjá Tryggingastofnun ríkisins, alþjóðasviði 2004-2005.Þessi fasteignasala býður fasta söluþóknun og þessi náungi er lögfræðingur og löggiltur fasteignasali.
Daginn eftir gúgglaði ég nafnið Engilbert Runólfsson. Það kom ýmislegt upp. Engilbert hefur áður fyrr fengið dóma, en er í dag umfangsmikill verktaki. Ekki þekki ég nein deili á viðkomandi. Mér varð aftur á móti hugsað ef Engilbert hefði verið að skemmta sér og fengið þennan dreng yfir sig. Það á enginn skilið að fá svona "fasteingasala-, lögfræðings- fyrrverandi löggu kjána" á sig til að skemma annars skemmtilegt kvöld. Þessi einstaklingur á bágt og ætti að gera upp við sig hvort hann vilji vera í löggunni eða vera fasteignasali. Hvort sem er þá eru menn ekki í vinnnunni þegar fólk er að skemmta sér.
Þegar ég svo skoðaði myndir af Engilbert á netinu og geri mér grein fyrir því að mér er ruglað saman við hann, þá er tími til kominn að taka sér tak og léttast um nokkur kíló. Sama ætti trúlega Engilbert að gera.
Spaugilegt | Breytt 26.10.2008 kl. 20:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Gísli Gíslason
Bloggvinir
- raggig
- eyleifosk
- gummigisla
- andres08
- alla
- gattin
- eurovision
- doggpals
- saxi
- eysteinn-thor
- garibaldi
- killjoker
- gudrunkatrin
- gisliivars
- veravakandi
- heimirhilmars
- heg
- jakobbjornsson
- joik7
- kristinnagnar
- lauola
- magneak
- mal214
- nafar
- sigrunsveito
- sigurjonth
- sighauk
- slartibartfast
- sveinni
- valgerdurhalldorsdottir
- sparki
- btryggva
- keh
- seinars
- siggisig
- sigurjons
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar