Færsluflokkur: Ljóð

Verðmætamat.

Gulli og perlum að safna sér,

sumir endalaust reyna,

vita ekki að vináttan er,

verðmætust eðalsteina.

 

Gull á ég ekki að gefa þér

og gimsteina ekki neina.

En viltu muna að vináttan er

verðmætust eðalsteina.

 

Höf: Hjálmar Freysteinsson, lækni og hagyrðing á Akureyri.

 


Vinátta !

Ég heyrði erindi um daginn sem fjallaði um vináttuna.  Í því var farið með ljóð eftir erlendan mann en ljóðið var þýtt af Sigurði Jónssyni tannlækni.  Ljóðið er góð áminning  í amstri hverdagsins.  Fallegt ljóð sem er svona:

Í grenndinni veit ég um vin, sem ég á,

í víðáttu stórborgarinnar.

En dagarnir æða mér óðfluga frá

og árin, án vitundar minnar.

 

Og yfir til vinarins aldrei ég fer

enda í kappi við tímann.

Sjálfsagt þó veit hann ég vinur hans er,

því viðtöl við áttum í símann.

 

Ég hringi á morgun, ég hugsaði þá

svo hug minn fái hann skilið.

En morgundagurinn endaði á

að ennþá jókst milli okkar bilið.

 

Dapurleg skilaboð dag einn ég fékk,

að dáinn sé vinurinn kæri.

Ég óskaði þess, er að gröf hans ég gekk,

að í grenndinni ennþá hann væri.

 

Sjálfur, ef vin þú átt góðan í grennd.

Gleym ekki, hvað sem á dynur,

að albesta sending af himnum send

er sannur og einlægur vinur.

 


Hending eftir dóttir mína

Ég var að taka saman blöð sem dóttir mín hafði krotað á.  Þar var á einu blaði eftirfarandi.

"Írak

réðst á

Vestmannaeyjar

Þá dó máfur "

Kannski er þetta öll hættan sem vesturlöndum hefur  stafað af Írak.


Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 185996

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband