28.10.2007 | 11:48
Húrra fyrir Runólfi !
Runólfur Ágústsson, framkvæmdastjóri Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs, skrifar mjög góða grein í Morgunblaðið í dag. Þar fjallar hann um hina hliðina á jafnréttismálum, þ.e. mun í foreldraábyrgð kynjanna. Hann segir m.a.
"Yfir 95% leikskólakennara hérlendis eru konur. Um 80% kennara við grunnskóla landsins eru konur. Margir ungir drengir búa hjá mæðrum sínum án daglegrar umgengni við feður sína eða aðra karlmenn. Konur sjá því um uppeldi, mótun og menntun sona okkar bæði á heimili og í skólunum. Hvar eiga drengir að fá eðlilegar fyrirmyndir í sínu uppeldi og sinni kynjamótun. Árangur þeirra í skólakerfinu er hörmulegur og spyrja má hvort hér séu tengsl á milli. "
Hann fjallar svo um að umræðan um jafnrétti snúist um að fjölga konum í stjórnunarstöðum en spyr hvort ekki vanti að fjölga körlum í umönnunarstörfum og auka vægi þeirra í uppeldi barna. Hann segir í niðurlagi.
"Er ekki kominn tími til að stokka upp þetta kynskipta samfélag þar sem karlar hugsa um peninga og konur um börn? Flest virðist benda til þess að slíkt muni skila okkur auknum árangri á báðum sviðum."
Á fyrsta feðradaginn á Íslandi í fyrra hélt Félag ábyrgra feðra ráðstefnu. Þar fjallaði ég um svipuð mál og Runólfur talaði um, en ræðan er hér og glærurnar hér.
Grein Runólfs er aldeilis orð í tíma töluð og þar bendir hann á hina hliðina á jafnréttismálum, sem vantar alfarið. Samfélagið þarf á þessari umræðu að halda og það er full ástæða að hrósa Runólfi fyrir þessa grein.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.10.2008 kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 28. október 2007
Um bloggið
Gísli Gíslason
Bloggvinir
-
raggig
-
eyleifosk
-
gummigisla
-
andres08
-
alla
-
gattin
-
eurovision
-
doggpals
-
saxi
-
eysteinn-thor
-
garibaldi
-
killjoker
-
gudrunkatrin
-
gisliivars
-
veravakandi
-
heimirhilmars
-
heg
-
jakobbjornsson
-
joik7
-
kristinnagnar
-
lauola
-
magneak
-
mal214
-
nafar
-
sigrunsveito
-
sigurjonth
-
sighauk
-
slartibartfast
-
sveinni
-
valgerdurhalldorsdottir
-
sparki
-
btryggva
-
keh
-
seinars
-
siggisig
-
sigurjons
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 187346
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar