Lyfjameðferð hefst

Foreldrar mínir komu suður í gær og í dag fór ég með þau á LSH.  Hittum ágætan lyfjalækni Friðbjörn Sigurðsson.  Hann var heiðarlegur og sagði eins og var að sjúkdómurinn hjá pabba væri illvígur og langt gegninn.  Það breytir ekki því að það er oft ótrúlegt hvað meðferðir hjálpa og bæta lífsgæði sjúklinga, þó þeir þurfi að lifa með sjúkdómnum.  Það var ákveðið að pabbi fer í 8 vikna lyfjameðferð. Hann getur verið fyrir austan mest allan tímann en kemur aðra hverja viku suður til að fá lyfjagjöf í æð. 

Eftir skoðun fór hann að fá lyfjagjöf í æð, en ég fór að útrétta og fór m.a. niður á Tryggingarstofnun ríkisins.  Það er sérstakt að koma þar inn og taka númer og láta starfsmannin fá pappíra pabba.  Þar er manni tilkynnt að það taki tvær vikur að komast inní kerfið, svo TR greiði eða taki þátt í  kostnaði vegna lyfja og stomapoka.  Maður hugsaði tvær vikur að skrá einstakling inní eitthvað kerfi.  Það er greinilegt að þetta er steinrunnin ríkisstofnun, þar sem hægri höndin veit ekki hvað sú vinstri gerir.  Enda skilst mér að stutt sé síðan starfsmaður varð uppvís að því að stela tugum milljóna og fráfarandi forstjóri sagði að það vantaði allar heildarstefnumótun fyrir stonfunina.  Það er mikil gæfa að hafa ekkert þurft að sækja til þessarara stofnunar.

Ég sótti svo pabba og mömmu á sjúkrahúsið, en pabbi fór beint í rúmið,  orkulítill eftir lyfjagjöfina. Þau fara svo austur á morgun, sem er gott.  Það er nú þannig að heima er best og í slíkum tilvikum er það langt best að vera heima ef mögulegt er.


Bloggfærslur 22. nóvember 2007

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.10.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 187346

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband