3.11.2007 | 16:51
Velheppnuð stómaaðgerð
Í gærmorgun fór pabbi í aðgerð. Þá var settur stóma poki vinstra meginn. Það var gert með svokallaðri hnappagatsaðferð. Þetta tókst vel og breytingin á föður mínum var mikil. Hann var búinn að vera sárkvalinn í nokkra daga og látið stórlega ásjá, enda tóku veikindin bæði á líkama og sál. Eftir stómaaðgerðina, þá var allt annað að sjá hann, enda áreynslan og vanlíðan við að koma frá sér hægðum ekki lengur til staðar. Líðan hans var því allt önnur og lék hann við hvern sinn fingur. Sannarlega ánægjuleg breyting.
Pabbi er heppinn að herbergisfélagi hans er sjómaður af suðurnesjunum. Þannig að umræðu efnið hjá þeim þrýtur ekki, hvort sem spjallað er um glímuna við Ægi konung, sóknina í þann gula nú eða silfur hafsins, kvótakerfið eða bara um landsfeðurna. Sameiginlegur reynsluheimur gefur þeim fullt af tækifærum til umræðu.
Nú þarf hann að ná sér af stóma aðgerðinni en í framhaldinu verður svo farið í geisla og lyfjameðferð.
Vinir og fjölskylda | Breytt 26.10.2008 kl. 20:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 3. nóvember 2007
Um bloggið
Gísli Gíslason
Bloggvinir
-
raggig
-
eyleifosk
-
gummigisla
-
andres08
-
alla
-
gattin
-
eurovision
-
doggpals
-
saxi
-
eysteinn-thor
-
garibaldi
-
killjoker
-
gudrunkatrin
-
gisliivars
-
veravakandi
-
heimirhilmars
-
heg
-
jakobbjornsson
-
joik7
-
kristinnagnar
-
lauola
-
magneak
-
mal214
-
nafar
-
sigrunsveito
-
sigurjonth
-
sighauk
-
slartibartfast
-
sveinni
-
valgerdurhalldorsdottir
-
sparki
-
btryggva
-
keh
-
seinars
-
siggisig
-
sigurjons
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 187346
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar