Kemur kraftur í jarðgangnagerð ?

Trúlega eru góðar samgöngur einar bestu almennu framkvæmdir sem ríkisvaldið gerir bæði fyrir þéttbýli og dreifbýli.  

Kristján L. Möller er Siglfirðingur með meiru og talsmaður jarðgangna og almennt bættra samgangna.  Hann er því kominn í draumaráðuneytið eins og hann segir sjálfur.  Þýðir þetta breyttar áherslur í samgöngumálum ?  Verður nú unnið samtímis að jarðgangnagerð í öllum landsfjórðunum ?  Vestfirðingar vilja og þurfa fleiri göng, en  verið er að vinna að göngum til Bolungarvíkur.  Austtfirðinga dreymir um göng frá Héraði til Seyðisfjarðar og þaðan í gegnum Mjóafjörð til Norðfjarðar og áfram til Eskifjarðar.  Þannig yrði miðausturland nánast eitt atvinnusvæði.   Norðlendingar vilja Vaðlaheiðargöng sem óneytanlega tengir norðurland  og austurland betur.   Eyjamenn vilja  göng til Eyja.  M.ö.o. það er nóg af göngum á óskalista landsmanna.  

Ég sem íbúí á Álftanesi horfi til þess að  vonandi kemur vegur af Garðaholtinu og beint yfir í Vatnsmýrina með veg  og brúartengingu. 

Það eru næg verkefni í samgöngumálum en það er ljóst að hér eins og annarsstaðar verður að forgangsraða.


mbl.is Kristján: Samgönguráðuneytið skriðþungt skip
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. maí 2007

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 187349

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband