Tvær hliðar á svona málum!

Ég reyki ekki og gleðst yfir  því að geta farið út að skemmta mér  eða á kaffihús og allt í reyklausu umhverfi. 

Ég skil vel að það eigi að vera algert reykingarbann á opinberum stöðum, s.s. sjúkrahúsum, flugvöllum og öðrum stöðum þar sem maður hefur ekkert val um að velja  á milli sambærilegra staða.   Sem dæmi, ef maður ætlar út á land fljúgandi, þá þarf maður að fara í  gegnum Reykjavíkurflugvöll.  Það er ekkert val og sá staður á eðlilega að vera reyklaus. 

Ef um veitingahús er að ræða, þá hefur maður val í flestum tilvikum.    Ef eigandi kaffihúss  vill að kaffihúsið hans  sé bara fyrir reykingamenn eða þá   sem sætta sig við reykingar, þá  fær viðkomandi  ekki starfsleyfi fyrir slíka starfsemi.    Við sem ekki viljum vera inná  á slíkum reykingarstöðum, færum þá bara á önnur kaffihús sem væru reyklaus.  Þannig hefur  maður val og maður myndi velja það reyklausa.   Kaffihúsið fyrir reykingarfólk, fær trúlega sína kúnna, sem er aðallega reykingarfólk.  Er eðlilegt að útloka reykingar alveg frá t.d. kaffihúsum.  Reykingar eru skaðlegar en ekki ólöglegar.

Ég bara velti fyrir mér hvort forræðishyggjan gangi  hér of langt ?


mbl.is Hvað mega veitingamenn gera fyrir reykingamenn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. júní 2007

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband