7.8.2007 | 09:53
Jafnrétti er gagnvirkur ferill.
Karita Bekkemellen hefur skilið fyrir löngu að til að konur nái jafnrétti á vinnumarkaði, þá þarf að jafna foreldraábyrgð kynjanna. Hún hefur því lagt til að ekki bara sameiginleg forsjá verði meginregla við skilnað foreldra heldur sameiginleg forsjá og jöfn foreldraábyrgð verði meginregla. Einfaldlega vegna þess að barn á tvo foreldra sem eiga að bera jafna ábyrgð á uppeldi barna sinna, óháð hjúskaparstöðu foreldranna. Barn á rétt tveim jafnréttháum heimilum hjá bæði pabba og mömmu, þegar foreldrarnir búa ekki saman. Karita er sjálf 42 ára einstæð móðir tveggja barna.
Félag ábyrgra feðra hefur ítrekað bent á að Karita Bekkemellen skoðar jafnréttismál út frá hagsmunum beggja kynja. Um það má lesa hér. Hún hefur skynjað fyrir löngu að réttindabarátta karla verður að vera virkur hluti af jafnréttisumræðunni.
Karita Bekkemellen hefur einnig bent á að það þarf að jafna rétt foreldra til fæðingarorlofs. Um það má lesa hér . Þetta er hluti af þeirri hugsun að jafna beri foreldraábyrgð í uppeldi barna.
Karita Bekkemellen hefur einnig dreift barnasáttmála Sameinuðuþjóðanna til allra grunnskólabarna í Noregi og kynnt þeim þannig rétt sinn. Um það má lesa hér. Börn í Noregi læra því að báðir foreldra eiga að bera jafna ábyrgð á uppeldi barna sinna.
Hér á landi er jafnréttismál umræða kvennréttindamál, launajafnrétti og kvennfrelsi. Umræðan er einhliða sem stillir konum beint og óbeint upp sem fórnarlömbum karla. Það er lítið sem ekkert fjallað um réttindamál karla og hvernig jafnréttismál er gagnvirkur ferill. Og karlar hafa verið alltof feimnir að fjalla um þessi mál. Þannig er jafnréttis umræða hér á landi búin að vera í blindgötu í mörg ár
Það er full ástæða að óska Norðmönnum til hamingju með að þess nýju nefnd. Jafnframt er full ástæða að hvetja íslenska ráðamenn til að taka svipuð skref hér á landi.
![]() |
Karlar ræði karlréttindamál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.10.2008 kl. 21:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.8.2007 | 09:18
Fagra Austurland.
Þá er Neistaflug í Neskaupstað á enda runnið. Það eru nokkur atriði sem mér finnst standa uppúr á Neistaflugi.
- Hér skemmta sér allar kynslóðir saman og skemmtidagskráin er fjölbreytt.
- Á dagskránni yfir daginn sést varla vín á nokkrum manni en svo eru böll á kvöldin, bæði unglinga- og fulllorðinsböll.
- Burtfluttir Norðfirðingar eru duglegir að mæta.
- Ungir austfirðingar mæta og halda sig á tjaldsvæðinu á daginn og skemmta sér á kvöldin.
- Fólk komið á húsbílaaldurinn mætir og má sjá húsbíla og fellihýsi um allan bæ.
- Gunni og Felix eru sér kapituli útaf fyrir sig á þessari hátíð. Þeir eru límið í dagskránni og setja alltaf skemmtilegan svip á hátíðina. Alltaf bráðskemmtilegir og glaðir á sviðinu.
- Neistaflugslagið er hægt að mæla með, en það má hlusta á það hér
Tími hinna gömlu útihátíða er liðinn. Hátíðir eins og Húnaver, Atlavík og Galtalækur eru horfnar en þær voru yfirleitt samkomur unglinga.
Í dag eru bæjarhátíðir nánast allt sumarið úti á landi, eins og danskir dagar, írskir dagar, bryggjuhátíðir og humarhátíð, svo eitthvað sé nefnt. Þessar hátíðir hafa tekið yfir hinar hefðbundnu útihátíðir. Öfugt við gömlu útihátíðirnar, þá skemmta allar kynslóðir sér saman bæjarhátíðunum og er það jákvæð þróun.
Fréttamennskan af hátíðum er alltaf sér kapituli útaf fyrir sig. Góðar athugasemdir við fréttamennskuna af Neistaflugi má lesa hér
Drottning allra hátíða er Þjóðhátíð í Eyjum. Engin samkoma hefur jafn langa hefð og djúpar rætur. Sú hátíð er einnig einskonar blanda af útihátíð og bæjarhátíð. Eyjamenn skemmta sér í dalnum á daginn og fara svo heim til sín á nóttunni. Þjóðhátíð í Eyjum lifir hvort sem annarsstaðar á landiu eru haldnar útihátíðir eða bæjarhátíðir.
Það er gott og gagnlegt að ungir og aldnir skemmti sér og njóti sumarsins.
Vinir og fjölskylda | Breytt 26.10.2008 kl. 21:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 7. ágúst 2007
Um bloggið
Gísli Gíslason
Bloggvinir
-
raggig
-
eyleifosk
-
gummigisla
-
andres08
-
alla
-
gattin
-
eurovision
-
doggpals
-
saxi
-
eysteinn-thor
-
garibaldi
-
killjoker
-
gudrunkatrin
-
gisliivars
-
veravakandi
-
heimirhilmars
-
heg
-
jakobbjornsson
-
joik7
-
kristinnagnar
-
lauola
-
magneak
-
mal214
-
nafar
-
sigrunsveito
-
sigurjonth
-
sighauk
-
slartibartfast
-
sveinni
-
valgerdurhalldorsdottir
-
sparki
-
btryggva
-
keh
-
seinars
-
siggisig
-
sigurjons
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar