Félag ábyrgra feðra ætti að fá jafnréttiviðurkenningu 2007.

Jafnréttisstofa auglýsir eftir tilnefningum til Jafnréttisviðurkenningar fyrir 2007.    Ég vil leyfa mér að benda á að Félag ábyrgra feðra (Fáf) væri góður félagsskapur til að fá slíka viðurkenningu.  M.a. vegna þess að

  1. Fáf er eini félagsskapur á Íslandi sem fjallar um jafnréttismál séð frá sjónarhóli barna og karlmanna og sérstaklega frá þeim sjónarhóli þegaar kynforeldrar búa ekki saman.  Vefsíða félagsins er hér og má þar finna fleiri hundruð greina um jafnréttismál.
  2. Fáf hefur gefið út fyrsta jafnréttisblað karla á Íslandi og má finna það hér.
  3. Fáf hélt fyrstu ráðstefnu sem frjáls félagasamtök hafa haldið um jafnréttismál karla á fyrsta feðradaginn sl haust.  Ráðstefnan hét Feður í samfélagi nútímans.  Frú Vigdís Finnbogadóttir var heiðursgestur og fyrirlesari einnig m.a. frá hinum virtu bresku feðra samtökum www.fathersdirect.com.
  4. Fyrir tilstuðlan Fáf skilaði Forsjárnefnd  lokaskýrslu og í framhaldi var lögum  breytt þannig að nú er sameiginleg forsjá meginregla við skilnað foreldra, eins og tíðkast erlendis.
  5. Jafnréttismál sem Fáf hefur bent á er m.a.
    1. launamunur kynjanna er endurspeglun á mun í foreldraábyrgð kynjanna. Þannig muni þróun á foreldrajafnrétti og launajafnrétti haldast í hendur.
    2. Ísland er eina vestræna  landið sem gefur dómurum ekki heimild til að dæma í sameiginlega forsjá, jafnvel þó dómari telji það barni fyrir bestu.
    3. að dómarar á Íslandi dæma þannig að barn eigi alltaf aðvera á aðfangadag hjá móður.
    4. meðlagskerfi á Íslandi er trúlega það frumstæðasta í heiminum, sem tekur ekki tillit til umfang samvista, né tekna forsjárforeldris osfrv.
    5. félagið hefur bent á hvernig forsjár mál hafa þróast erlendis eins og t.d. í Svíþjóð og Frakklandi, þar sem foreldrajafnrétti er komið mun lengra en hér á landi, m.a. lög um jafna búsetu meginreglan í Frakklandi síðan 2002.
    6. fyrir tilstuðlan félagsins eru fleiri og  fleiri í samfélaginu komnir á  þá skoðun að báðir foreldrar eru bestu hagsmunir barna við skilnað. Í framtíðinni mun löggjafin og framkvæmdavaldið vinna í samræmi við það.
    7. félagið hefur gert þó nokkrar umsagnir um lagabreytingar og annað, hitt nefndir á vegum bæði borgar og ríkisstjórnar.
  6. Fáf er 10 ára gamall félagsskapur um þessar mundir, var formlega stofnaður 10. september 1997.  Jafnréttisumræðunni væri lyft á hærra plan ef karlatengd jafnréttisbarátta fengi viðurkenningu Jafnréttisráðs.

 

 


Bloggfærslur 8. september 2007

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband