Helgi Seljan og Sigmar Guðmundsson góðir yfirheyrslu fréttamenn !

Ég fylgdist með Kastljósi í kvöld, þar sem Helgi Seljan tók þá Óskar Bergsson og Ólaf F Magnússon á beinið.   Helgi er góður yfirheyrslu fréttamaður raunar held ég bara sá besti í þessu ásamt Sigmari Guðmundssyni. 

Það er ekki sama hvernig menn eru yfirheyrðir  Mér finnnst þeir tveir ná að "mjólka" þær upplýsingar sem þarf út úr þeim sem þeir yfirheyra, þeir stjórna viðtalinu og þeir eru ekki dónalegir.  Þetta er hárfín lína.  Nútíma fréttamenn báðir.


Áfram Álftanes !

Nú gerist það í annað sinn að Álftnesingar mótmæla deiliskipulagi fyrir miðsvæði Álftanes. 

Á síðasta kjörtímabili var mótmælt.  Kröftug mótmæli en mótmælin voru almenn og  huglæg, þ.e. að hús væru ljót, steinkubbaldar og skipulagið uppfylti ekki væntingar og mótmælendur vildu fá að velja um fleiri kosti. 

Nýr meirihluti komst til valda og  var gildandi skipulagi hreinlega hent, þrátt fyrir að 49,9% af búum væru á bakvið það.  Í gang fór löng og dýr vinnusyrpa, sem hefur kostað mikið, raunar mjög mikið og trúlega hundruði milljóna þegar allt er tekið saman.  Um fjármála óreiðu meirihlutans mætti skrifa lærða grein.

Hönnun á nýju deiliskipulagi á miðsvæði Álftaness byggð á vinningstillögu Gassa virtist oft vera einleikur bæjarstjóra með arkitektum.   Að auki hefur sjálfumgleði meirihlutans hefur verið mikil, fyrst var sagt að nú væri búið að búa til sátt um miðbæjarskipulagið, svo var sagt að afmarkaður hópur væri óánægður.   Mótmælin eru víðtæk og trúlega mun almennri nú en á síðasta kjörtímabili, enda mun minni vinna sem nú fór fram við að safna undirrskriftum sem þó skilaði 700 undirrskriftum.  Málflutningur Á lista um sátt eða afmarkaðan óánægjuhóp er því hreinlega röng.

Að þessu sinni snúast mótmælin um ákveðna þætti í skipulaginu sem lýtur að umferðaröryggi öryggi barna á Álftanesi.  Mótmælin nú er því hlutlæg með rökum ólíkt huglægum mótmælum á síðasta kjörtímabili.

Það er mikilvægt að bæjarstjórn, meiri- og minnihluti, finni sameiginlega leið að lausn útúr þessum málum.  Forsenda fyrir því er að í bæjarstjórn verði slíðruð sverðin og bæjarstjóri og meirihlutinn komi niður úr þeim fílabeinsturni sem þau virðast hafa verið í og vinni saman að lausn á skipulagsmálum bæjarins.  HAGSMUNIR ALLRA ÍBÚA ER AÐ VEÐI og FULLTRÚAR ALLRA ÍBÚA EIGA AÐ KOMA AÐ MÁLUM MEÐ BEINUM HÆTTI.


mbl.is Álftnesingar mótmæla nýju deiliskipulagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. janúar 2008

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 187343

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband