Útrásin var og er mikilvæg fyrir íslenskt efnahagslíf.

Nú þegar bankakerfið  hrynur þá er farið að tala um útrás íslenskra fyrirtækja næstum með hæðnistón.  Er það þannig að íslenska útrásin hefur mistekist? Ég tel svo ekki vera, þvert á móti.

Þau fyrirtæki sem eru dæmigerð íslensk útrásarfyrirtæki eru þau sem flytja út sína sérþekkingu.  Dæmi um slík fyrirtæki eru m.a.

  • ÖSSUR,
  • MAREL,
  • PROMENS
  • ACTAVIS

Öll þessi fyrirtæki byggja á og flytja út sérþekkingu og á þeim grunni byggist markaðforskot þeirra.  Ég get ekki betur séð en að útrás Baugs byggðist á því að þeir höfðu aðgang að miklu fé á meðan þeir voru ráðandi í Glitni.  Þannig keyptu þau hin ýmsu fyrirtæki erlendis og hófu að reka.   Á því byggðist sérstaða þeirra.   Ég held að Baugur hafi ekki verið að flytja út neina sér þekkingu, aðra en áræðni Jóns Ásgeirs  og félaga.  Þegar svo aðgangur að fjármagni þrengist, þá hriktir í.

VikingsÚtrás íslenskra fyrirtækja er og verður um ókomna tíð mikilvæg forsenda fyrir  því að við náum að halda samkeppnishæfum lífsskilyrðum hér á landi.  Útrásin hefur alls ekki mistekist þó bankar og einhver fyrirtæki sigli núna krappan sjó.   "ut vil ek" sögðu víkingar og sagan sýnir að okkur farnast best þegar  við stundum mikil utanríkisviðskipti og förum víða.  Það gildir jafnt um víkingaöld sem og 21. öldina.  Útrásin er og verður áfram mikilvæg fyrir íslenskt þjóðarbú.

 


Bloggfærslur 14. október 2008

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 187341

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband