Góðar fréttir !

Það er ánægjulegt að undir forystu Björns Bjarnasonar, Dómsmálaráðherra skuli meðlagskerfið á Íslandi vera tekið til endurskoðunnar.

Björn hafði forgöngu um það á síðasta þingi að forsjá barns skuli að meginreglu vera sameiginleg við skilnað foreldra.  Slíkt fyrirkomulag er búið að vera til staðar í nokkurn tíma í þeim löndum sem við berum okkur saman við. 

Björn opnaði einnig á umræðu um að gefa dómurum heimild til að viðhalda eða dæma í sameiginlega forsjá, telji dómari það barni fyrir bestu.  Því miður komst það ekki í gegnum þingið.  Ísland er í dag eitt eftir í hinum vestræna heimi sem bindur hendur  dómara þannig að þeir þurfa alltaf að svipta  annað foreldrið forsjá ef forsjárdeila fer fyrir dómstóla.  Dögg Pálsdóttir er með þarft frumvarp sem tekur á þessu og vonandi hlýtur það brautargengi í þinginu.  Fordómar og fáfræði um þennan málaflokk er mikill og það hefur  hallað of mikið á börn og feður í þeirri umræðu.

Á vef Dómsmálaráðuneytisins má finna skýrslu þá er ég vann og var mikilvægur gagnagrunnur sem varð þess valdandi að ráðherra ákvað að endurskoða kerfið. Skýrslan er hér og heitir "Meðlagskerfi: Ísland og önnur lönd"


mbl.is Meðlagskerfið endurskoðað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. apríl 2008

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband