Orð í tíma töluð hjá Árna Johnsen !

Þingmaðurinn og lífskúnsterinn Árni Johnsen skrifar athyglisverða grein í Morgunblaðið í dag, sem ber yfirskriftina "Barnaleg Björk".  Hann fjallar þar um misskilda umhverfisvernd.  Margir aðilar gefa íslendingum "hollráð" að það megi ekki virkja og það megi ekki veiða hvali osfrv. Þetta á allt að skemma ímynd Íslands.  Árni segir m.a.: 

"Þessi „hollráð“ koma t.d. frá listamönnum eins og Björk sem hefur vissulega kynnt Ísland á sinn hátt, en alltaf út frá sínum forsendum. Hennar kynning hefur tvímælalaust verið jákvæð, en í draumum ævintýranna má ekki gleyma raunveruleikanum, fólkinu í okkar landi sem vantar vinnu, heilu landsvæðunum sem vantar grósku og drifkraft núna."

Það þurfa fleiri að vera eins og Árni Johnsen og þora að stíga fram og segja sínar skoðanir, líka þó þeir séu ósammála okkar frægustu listamönnum.   Ég gef Árna Johnsen fullt hús stiga fyrir grein sína í Morgunblaðinu í dag. 

Jafnframt ber ég virðingu fyrir skoðunum Bjarkar, sem ég held að sé nokkuð sem skoðanasystkyni hennar hafi ekki fyrir sjónarmiðum okkar sem viljum nýta hóflega landsins gæði.

 


Bloggfærslur 10. júní 2008

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband