13.6.2008 | 08:55
Mogginn um álið !
Sú var tíð að maður bar mikla virðingu fyrir ritstjórnar greinum Morgunblaðsins. Ég held að velflestir séu sammála að blaðið og ritstjórnarstefna þess hefur veikst verulega á síðustu árum. Mogginn hafði m.a. miklar efasemdir um ágæti framkvæmda við Kárahnjúka og byggingu álvers á Reyðarfirði. Mér fannst blaðið falla í nákvæmlega sömu gryfju og aðrir fjölmiðlar hér á landi með einhliða fréttamennsku af þessum framkvæmdum. Það er því sérstaklega ánægjulegt að lesa leiðar Morgunblaðsins í dag þar sem segir m.a:
"Þegar jafnt net- sem bankabólur springa verður framleiðsla á hrávörum eins og áli hlutfallslega verðmætari en áður. Viðskiptajöfnuður, sem margir horfa til þegar styrkur efnahagslífsins er metinn, er hagstæðari en ella. Verðmæti sem felast í fallvötnum og jarðvarma eru nýtt. Fjöldi fólks hefur lifibrauð sitt af því að starfa í álverum eða starfsemi þeim tengdri. Tekjur hins opinbera af þessari starfsemi nema milljörðum króna sem notaðir eru til að veita mikilvæga opinbera þjónustu.
Erfiðar aðstæður í efnahagslífinu setja þennan ávinning af starfsemi álvera í nýtt samhengi. "
Þessi tónn er raunsær og ánægjulegur. Vonandi er þetta upphafið að endurreisn Morgunblaðsins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.10.2008 kl. 20:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 13. júní 2008
Um bloggið
Gísli Gíslason
Bloggvinir
-
raggig
-
eyleifosk
-
gummigisla
-
andres08
-
alla
-
gattin
-
eurovision
-
doggpals
-
saxi
-
eysteinn-thor
-
garibaldi
-
killjoker
-
gudrunkatrin
-
gisliivars
-
veravakandi
-
heimirhilmars
-
heg
-
jakobbjornsson
-
joik7
-
kristinnagnar
-
lauola
-
magneak
-
mal214
-
nafar
-
sigrunsveito
-
sigurjonth
-
sighauk
-
slartibartfast
-
sveinni
-
valgerdurhalldorsdottir
-
sparki
-
btryggva
-
keh
-
seinars
-
siggisig
-
sigurjons
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar