Enn um álver !

Ég rakst á snilldar grein hjá á síðu Björn Bjarnasonar Dómsmálaráðherra, en þar fjallar hann um tónleika Bjarkar og veltir fyrir sér um hvað málið snýst.  Hann segir m.a: Tilvitnun byrjar:

"Björk Guðmundsdóttir segir í viðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur í Morgunblaðinu 28. júní:

„Ég vil undirstrika það sem ég hef oft sagt: ég er ekki á móti virkjunum. Ég er á móti samstarfi við Alcoa og flest svipuð erlend stórfyrirtæki. Mér finnst þau ekki vera holl Íslandi eða Íslendingum.“

Feitletrun er mín. Ummælin eru í ætt við stefnu gegn fjölþjóðafyrirtækjum, sem sósíalistar höfðu í hávegum, áður en hnattvæðingin gerði stefnuna að pólitískum minjum. Björk er ekki á móti því, að orka sé virkjuð - þó ekki í þágu Alcoa. Spyrja má: Hvað um álfyrirtæki almennt?  Í íslenskri eigu? Eða Norðmanna?

Á tímum kalda stríðsins þótti mikils virði að semja við hlutlausa Svisslendinga, það er eigendur Alusuisse, um álverið í Straumsvík, til að forðast ágreining, sem byggðist á ásökunum um of mikil tengsl við bandaríska kapítalista. Ég hef oft áður vakið máls á því, að  þá hefði þótt saga til næsta bæjar, að forráðamenn í Neskaupstað (litlu Moskvu) myndu nokkrum áratugum síðar berjast af mestum þunga fyrir samningum við bandarískan álrisa, Alcoa." Tilvitnun endar.

Ég tek undir með Birni Bjarnasyni,  ég skil ekkert í málflutningi hennar Bjarkar, en það er sannarlega gott að fjöldi fólks skemmtir sér á tónleikum með henni.

Gaman að Björn minnist á kommana heima á Norðfirði.  Þeir skyldu það að til að samfélög þrífist þá þarf fólk að hafa vinnu og afkomu.   Tilkoma virkjunar við Kárahnjúka og bygging Fjarðaráls á Reyðarfirði hefur hleypt nýju lífi í fjórðunginn.    Slíkt hefur ekki gerst síðan skuttogarbyltingin var, en hún hófst árið 1971 er Barði NK 120 fyrsti skuttogari Íslendinga kom til heimahafnar í Neskaupstað.  Á þeim tíma var Lúðvík Jósepsson Sjávarútvegsráðherra.   Það er vonandi að það líði ekki aðrir 3 áratugir áður en næsta innspíting í atvinnulíf eystra á sér stað.

Það er vonandi ekki að verða rétttrúnaður hér á landi að ekki megi virkja og álver séu alslæm sérstaklega ef erlendir aðilar eiga þau.  Það er sorglegt ef þetta verður jafn ríkjandi viðhorf hér á landi eins og andstaða við hvalveiðar er erlendis.  Það er engin skynsemi að vera á móti því að nýta landið og miðin á skynsamlegan hátt. 


Bloggfærslur 29. júní 2008

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband