Símamótið 2008.

Það ringdi á stelpurnar er tóku þátt í Símamótinu 2008 í Kópavogi.  Það breytti ekki því að leikgleðin var allsráðandi og eftir því sem ég best veit, þá var mótið ákaflega vel heppnað.  Dóttir mín Eyleif Ósk spilar með Leikni í 5.flokki.   Stór hluti af stelpunum í hennar liði var í sumarfríi og því Leiknir ekki með sitt sterkasta lið.  Liðið stóð sig samt mjög vel og er gaman að sjá framfarirnar sem verða undir stjórn Sævars þjálfara. 

Eyleif í landsliðið.

Í svona móti er valið í tvö úrvalslið mótsins, sem fá nafnið landslið og pressulið.  Eyleif dóttir mín var valin í landsliðið. Landsliðið og pressuliðið spiluðu á laugardagskveldi á aðalleikvanginum í Kópavogi. Það var gaman að sjá þessa myndarlegu krakka ganga inná völlinn í röð, stilla sér upp fyrir framan stúkuna.  Svo var hver og einn leikmaður kynntur í hátalarkerfinu og klappað fyrir hverjum leikmanni. Svo risu allir áhorfendur sætum er þjóðsöngurinn var spilaður.  Allt eins og í alvöru landsleik.  Það var ekki laust við að maður fylltist stolti. Landsliðið og pressuliðið gerðu stórmeistara jafntefli.  Myndirnar fékk ég að láni af vef símamótsins.

 

 simamotid landslid pressulid med þjálfurum og dómara

 

 Eyleif i landsliðinu á Símamótinu III


Bloggfærslur 14. júlí 2008

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 187341

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband