Kynslóđabil í sifjamálum.

Guđrún Erlendsdóttir hrl,  hćstaréttardómari til margra ára lýsti ţví yfir í Morgunblađinu ţann 12. febrúar 2006 ađ hún vćri algerlega á móti ţví ađ sameiginleg forsjá vćri gerđ ađ meginreglu.  Ţá lá fyrir Alţingi tillaga frá Dómsmálaráđherra Birni Bjarnasyni ađ  lögfesta ţá meginreglu ađ foreldrar fari áfram sameiginlega međ forsjá barna  sinna eftir skilnađ. Öll Norđurlönd höfđu ţá ţegar ţessa reglu sem og velflest vestrćn ríki.    Ţađ var mjög sérstakt ađ tveir dómarar, annar hćstarréttadómari,  ţ.e. Guđrún Erlendsdótti og hinn hérađsdómarinn Jónas Jóhannssón tjáđu sig um fyrirhugađa lagasetningu.  Bćđi voru mjög á móti ţessum réttarbótum fyrir börn á Íslandi.  Rétt eftir ţetta fór Guđrún Erlendsdóttir á eftirlaun.  Um ţetta er fjallađ í blađi Félags ábyrgra feđra(foreldrajafnrétti) á bls 25

Guđrún Erlendsdóttir međ dćtrum sínum Jóhönnu og Guđrún Sesselju.

Glćsilegar mćđgur.  Guđrún Erlendsdóttir og dćturnar Guđrún Sesselja og Jóhanna Vigdís Arnardćtur: (mynd fengin af www.heimur.is)

Guđrún Sesselja Arnardóttir hdl  er dóttir Guđrúnar Erlendsdóttir hrl  og Arnar Clausen hrl.   Ég var ađ drekka kaffi međ konunni minni á Bakarameistarnum og var ađ fletta júní blađi  Mannslífs.  Ţar rakst ég á viđtal viđ Guđrúni Sesselju og ţar  tjáir hún sig um sifjamál.  Hún er greinilega fylgjandi sameiginlegri forsjá sem meginreglu, hún er fylgjandi ţví ađ dómarar hafi heimild til ađ dćma í sameiginlega forsjá, líkt og tíđkast allstađar í hinum vestrćna heimi og hún er fylgjandi ţví ađ börn geti átt tvö lögheimili. M.ö.o. hún er hlynnt foreldrajafnrétti.

Ţađ var fróđlegt ađ rekast á ţetta viđtal viđ Guđrúnu Sesselju, ţví ég mundi viđtaliđ viđ móđir hennar í Morgunblađinu ţann 12.febrúar 2006.  Skođanamunur ţeirra mćđgna um ţessi mál endurspeglar kynslóđamun í sifjamálum.  Viđhorf Guđrúnar Sesselju er á leiđ inn á međan viđhorf Guđrúnar Erlendsdóttur á leiđ út.  Ţađ er hiđ besta mál.

 


Bloggfćrslur 15. júlí 2008

Um bloggiđ

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Okt. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 187341

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband