19.7.2008 | 10:12
Bubbi góður !
Ég kann vel við þessa greiningu hjá Bubba. Aðstæður fólks út á landi hafa fengið litla umfjöllun. Fyrir ríflega 10 árum störfuðu yfir 9000 manns við fiskveiðar og önnur ríflega 9000 manns við fiskvinnnslu. Nú eru um 4000 sjómenn og svipaður fjöldi fólks í fiskvinnslu. Þetta er helmings fækkun í undirstöðu atvinnuvegi sjávarþorpanna. Trúlega er svipaða sögu að segja úr landbúnaði. Þessi þróun hefur þýtt fækkun í flestum þéttbýlisstöðum við sjávarsíðuna. Hús fólks út á landi verða verðlítil og þannig þarf fólk sem flytur, oft að byrja uppá nýtt með tvær hendur tómar í höfuðborginni.
Ég held að þau sem börðust sem mest á móti þeirri uppbyggingu sem hefur átt sér stað austur á landi og mun verða við Húsavík ættu að koma með raunhæfar tillögur á borðið um uppbyggingu atvinnuvega úti á landi. Önnur leið er að viðurkenna að það sé í lagi að viss svæði leggist í eyði. Margir hugsa það en enginn hefur kjark til að segja það, a.m.k væri það kjarkaður stjórnmálamaður sem stæði fram og segði slíkt. Við uppbygginguna austur á landi, þá urðu eignir fólks aftur einhvers virði. Fólkið fékk þannig frelsi til að selja og koma sér í burtu. Flestir völdu að eiga sínar eignir og vera áfram.
Það er mikilvægt að það verði ekki einhver rétttrúnaður í samfélaginu að öll uppbygging atvinnuvega út á landi sé slæm.
![]() |
Björk ætti frekar að syngja gegn fátækt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.10.2008 kl. 20:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 19. júlí 2008
Um bloggið
Gísli Gíslason
Bloggvinir
-
raggig
-
eyleifosk
-
gummigisla
-
andres08
-
alla
-
gattin
-
eurovision
-
doggpals
-
saxi
-
eysteinn-thor
-
garibaldi
-
killjoker
-
gudrunkatrin
-
gisliivars
-
veravakandi
-
heimirhilmars
-
heg
-
jakobbjornsson
-
joik7
-
kristinnagnar
-
lauola
-
magneak
-
mal214
-
nafar
-
sigrunsveito
-
sigurjonth
-
sighauk
-
slartibartfast
-
sveinni
-
valgerdurhalldorsdottir
-
sparki
-
btryggva
-
keh
-
seinars
-
siggisig
-
sigurjons
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 187341
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar