NORÐFIRÐINGAFÉLAGIÐ HAUSTIÐ 2008.

Ég vil minna á starfsemi Norðfirðingafélagsins í haust.  

Á sólarkaffi félagsins í janúar sl voru um 100 manns.  Það er gaman að hitta burtflutta norðfirðinga á fundum félagsins og maður rekst jafnvel á einstaklinga sem maður hefur ekki séð áratugum  saman. Já og jafnvel einstaklinga sem maður hélt að væru farnir yfir móðuna miklu fyrir löngu.  En mikilvægast er að þar hittir maður gamla og nýja félaga og á góðar stundir.

neskaupstaður séð út fjörðinn II

Eftirfarandi er m.a. á dagskrá Norðfirðingafélagsins í haust.

6. september er mánaðarlegt kaffi félagsins á Kaffitári í Kringlunni frá kl. 9.30 í umsjá Jóns Karlssonar og Hákons Aðalsteinssonar.

13. september er göngurferð um Elliðavatn.  Farartjórar Hákon Aðalsteinsson og Eysteinn Arason.  Mæting við Elliðavatnsbæinn kl. 10.30.

4.oktober er mánaðarlegt kaffi félagsins á Kaffitári í Kringlunni frá kl. 9.30 í umsjá Jóns Karlssonar og Hákons Aðalsteinssonar.

11.oktober er tonlistarkvöld með norðfirskum tónlistarmönnum. Nánar augýst síðar.

1.nóvember er mánaðarlegt kaffi félagsins á Kaffitári í Kringlunni frá kl. 9.30 í umsjá Jóns Karlssonar og Hákons Aðalsteinssonar.

13. nóvember er 40 ára afmælishátið Norðfirðingafélsgsins.  Það er verið að vinna í undirbúningi en m.a. verður tónlistarhátíð þann 13. nóvember í Fella og Hólakirkju og 13-16.nóvember er samsýning norðfirskra listamanna í safnaðarheimili Fella og Hólakirkju.  Allar hugmyndir um dagskrá vel þegnar.

6.desember er mánaðarlegt kaffi félagsins á Kaffitári í Kringlunni frá  kl. 9.30 í umsjá Jóns Karlssonar og Hákons Aðalsteinssonar.

20. desember er bænastund með Sr. Svavari Stefánssyni í Fella og Hólakirkju kl. 17.00.  Þessi bænastund var fyrst árið 2004 þegar minnst var að 30 ár voru liðin frá snjóflóðunum í Neskaupstað.  Það er ávallt hollt í jóla undirbúningnum að eiga kyrrðarstund með norðfirðingum og með okkar presti Sr. Svavari.

Svo að lokum má minna á vef félagsins www.nordfirdingafelagid.is en felagið mun í haust opna nýjan vef með svipaða grunnhugsun og www.1964.is.   Einnig er félagið að vinna að því að gera útsýnisskífu sem það mun gefa til Norðfjarðar til minningar um Herbert Jónsson, en afkomendur hans gáfu félaginu á sínum tíma íbúð Herberts og býr félagið vel að þeirri höfðinglegu gjöf.


Bloggfærslur 23. ágúst 2008

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 187341

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband