Af sjálfala sauðfé.

Mér fannst bæði skondin og dapurleg fréttin af sauðfénu vestur á fjörðum sem hafði gengið sjálfala í nokkra áratugi og átti bara að eyða.  Núna á niðurskurðartímum var verið að leggja í kostnað við að ná þessum duglegu dýrum og mátti skilja að það væri jafnvel verið að bjarga þeim frá slæmu lífi með því að leiða féð til slátrunar.  Þetta minnir óneitanlega á þegar báturin Guðný ÍS frá Bolungarvík, rakst á ísbjörn í hafi árið 1993. Til að bjarga bangsa frá drukknun, þá hengdu þeir ísbjörnin og komu með að landi.

Í leiðara Morgunblaðsíns í dag er á skemmtilegan hátt fjallað um þetta sauðfjármál, en þar segir:

"Upplýst hefur verið að þetta sérstaka fjársafn í klettaskorunum hefði um árabil brotið gegn lögum um lausafjárgöngu búfjár og jafnvel fleiri lögum og reglugerðum. Og það sem verst er; það hafði gengið sjálfala í mörg herrans ár, kynslóð fram af kynslóð. Það hafði með öðrum orðum framið þann versta glæp allra glæpa á Íslandi nútímans að vera sjálfbjarga, þegar það átti ekki að vera hægt. En nú getur þjóðin loks andað rólega í öryggi og einnig í vissu þess að yfirvöldin geta margt þegar þau vilja. Og annað sauðfé allrar gerðar hefur fengið skýr skilaboð. Það er ekkert líf til utan við lög og reglugerðir. Það skiptir ekki máli hversu hugrakkur þú ert, þrautseigur og lífseigur. Lögin óteljandi um að enginn megi vera sjálfbjarga ná þér að lokum. "

Hvað sagði ekki George Orwell. "Big brother is watching you".

sauðféisbjörn


Bloggfærslur 30. október 2009

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 187337

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband