Uppskrift að "hamingjukökunni"

SVONA BÖKUM VIÐ KÖKU HAMINGJUNNAR:
  • 2 bollar af ást (fyrir alla).
  • 2 bollar af trausti (milli ástvina).
  • 4 bollar af tíma, næði og ró.
  • 4 bolli umhyggja (fyrir þeim okkar sem eru einmana, sorgmædd og sjúk).
  • 4 dl. húmor (til að brosa að óréttlæti og spillingu samfélagsins okkar )
  • 175 g mjúk vinátta (tölum saman um það sem skiftir máli)
  • 1 1/2 dl. fyrirgefning, gefin og þegin (byrjum á okkur sjálfum)
  • 3 stórar matskeiðar af virðingu (fyrir okkur sjálfum og öðrum).
  • 2 tsk. gagnkvæmur skilningur (á því hvernig öðrum líður í ástvinahópnum)
  • 2 tsk jákvæðni
  • Stór slatti af hrósi (sérstaklega ef við höfum ekki hrósað hvort öðru lengi)

 AÐFERÐ:
Hrærið öllu varlega saman í góðri skál. Skálin er það umhverfi sem þið hafið búið ykkur og það rúm sem þið gefið hvort öðru í lífinu. Ætlið ykkur góðan tíma því annars er hætta á að eitthvað af þurrefnunum gleymist eða hlaupi í kekki. Farið varlega með að bæta áfengi í uppskriftina.  Best er að sleppa því alveg. Hellið í fat eða ílát sem ykkur þykir öllum vænt um. Bakist í vinalegu umhverfi og eins lengi og þurfa þykir. Hægt er að krydda og skreyta kökuna allt eftir smekk . Það breytir ekki sjálfri kökunni, en útkoman verður skemmtilegri og persónulegri. Ekki skaðar krem með tilbreytingu að eigin vali. Munið að tala saman um baksturinn, því annars brennur allt við í ofninu
m.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

Heimild.  Bloggsíða Sr. Þórhalls Heimissonar.


Bloggfærslur 9. október 2009

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 187337

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband