9.11.2009 | 09:12
Sameiningartákn þjóðarinnar??
Það er fróðlegt að velta fyrir sér hver niðurstaðan hefði verið ef svona skoðanakönnun hefði verið á sínum tíma um Vigdísi Finnbogadóttur eða Kristján Eldjárn ? Þá hefði yfir 90% aðspurðra viljað að forsetinn héldi áfram. Þau voru sameiningartákn þjóðarinnar, sannir þjóðhöfðingjar.
Í tilviki Ólafs eru það einungis 62% sem vilja að hann sitji áfram. Það kemur mér reyndar á óvart hversu há þessi tala er. Það má að vísu færa þau rök að ódýrast sé fyrir samfélagið að sami forseti sitji áfram. Það eru góð og gild rök, að gefinni þeirri forsendu að Ólafur geri ekki skaða í embætti.
Á undanförnum vikum hafa verið mjög jákvæðar umfjallanir um Ólaf í fjölmiðlunum. Einnig jákvæðar umfjallanir um forseta frúnna osfrv. Nú má velta fyrir sér hvort það sé samband á milli þeirra fjölmiðlaumfjöllunar og þessarar skoðanakönnunar. Fjallar 365 jákvætt um forsetann á sama tíma og svona skoðanakönnun er gerð ? Er fjölmiðlablokkin með því að launa ORG greiðann að hafa neitað að undirrita fjölmiðlalögin með því að hafa jákvæðar umfjallanir um hann á sama tíma og slík skoðanakönnun er gerð ? Ekki gott að sanna en eðlilegt að spyrja þegar svona niðurstaða birtist.
Forseti Íslands á að vera sameinginartákn þjóðarinnar og á þessum tímum er aldrei meiri þörf á slíku. Það hlutverk uppfyllir Ólafur Ragnar Grímsson ekki, því miður.
![]() |
Þriðjungur vill forsetann frá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 9. nóvember 2009
Um bloggið
Gísli Gíslason
Bloggvinir
-
raggig
-
eyleifosk
-
gummigisla
-
andres08
-
alla
-
gattin
-
eurovision
-
doggpals
-
saxi
-
eysteinn-thor
-
garibaldi
-
killjoker
-
gudrunkatrin
-
gisliivars
-
veravakandi
-
heimirhilmars
-
heg
-
jakobbjornsson
-
joik7
-
kristinnagnar
-
lauola
-
magneak
-
mal214
-
nafar
-
sigrunsveito
-
sigurjonth
-
sighauk
-
slartibartfast
-
sveinni
-
valgerdurhalldorsdottir
-
sparki
-
btryggva
-
keh
-
seinars
-
siggisig
-
sigurjons
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 187336
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar