Aðventa

 

  • Brátt nálgast sú helgasta hátíð í bæ
  • með heilögu ljósunum björtum.
  • Andi guðs leggst yfir lönd yfir sæ
  • og leitar að friði í hjörtum.
 
  • En nú virðist fegurðin flúin á braut
  • friðurinn spennu er hlaðinn.
  • Lífsgæðakapphlaup og kauphallarskraut
  • er komið til okkar í staðinn
 
  • Þó vill hann oft gleymast, sem farveg oss fann
  • fæddur í jötunnar beði,
  • við týnum úr hjartanu trúnni á hann
  • og tilefni jólanna gleði.
 
  • Vökvaðu kærleikans viðkvæmu rós
  • þá veitist þér andlegur stryrkur,
  • kveiktu svo örlítið aðventuljós,
  • þá eyðist þitt skammdegismyrkur.
 
  • Það ljós hefur tindrað aldir og ár
  • yljað um dali og voga
  • þó kerið sé lítið og kveikurinn smár
  • mun kærleikur fylgja þeim loga
 
  • Láttu svo kertið þitt lýsa um geim
  • loga í sérhverjum glugga
  • þá getur þú búið til bjartari heim
  • og bægt frá þér vonleysisskugga.
 Hákon Aðalsteinsson 1997

 

 


Bloggfærslur 26. desember 2009

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband