Pottþétt að Ólafur skrifar undir Icesave lögin.

Ólafur mun örugglega skrifa undir Icesave lögin, þrátt fyrir að þetta sé óafturkræft og ein stærsta skuldbinding sem þjóðin hefur tekist á við og er skuldbinding til að greiða skuldir óreiðumanna, sem hann dásamaði sjálfur og var meðvirkur með fyrir hrun bankanna. 

Kannski varð hrunið tilkomið vegna þess að fjölmiðlar voru og eru bæði of veikir og ósjálfstæðir og höfðu ekki kraft né getu til að fjalla um galla og veikleika á íslensku útrásinni og galla í bankakerfinu.  Kerfið sigldi á eigin forsendum að feigðarósi og þjóðin borgar.  Það voru sömu aðilar sem áttu fjölmiðlana, bankana og voru bæði leikendur og gerendur í útrásinni.  Fjölmiðlar fóru og fara of mjúkum höndum um þessa einstaklinga sem aftur eru að eignast landið og miðin, nú í skjóli vinstri flokka en áður í skjóli mið og hægri flokka.

Þegar átti að tryggja dreifða eignaraðild að fjölmiðlum með fjölmiðlalögum, þá reis hér á landi ein mesta fjöldaklikkun síðari ára, drifin áfram að fjölmiðlunum sem útrásarvíkingarnir áttu.  Fólk (margt) trúði því að fjölmiðlalögin væru mannsvonska Davíðs gegn Baugi.  Ólafur þóknaðist vinum sínum, sem áttu bankana, áttu fjölmiðlana og voru stærstu gerendur í útrásinni og neitaði að undirrita fjölmiðlalögin, enda voru Baugsmiðlarnir búnir að reka þann áróður ofan í þjóðina að lögin væru bara gegn einu fyrirtæki þ.e. Baugsveldinu (Fréttablaðinu, stöð 2 osfrv) og þegar lygin er endurtekin nógu oft þá fer fólk að trúa.  Það gerðist svo rækilega í því máli.

Fjölmiðlalögin,  sem var þó alltaf hægt að breyta aftur, voru nógu mikilvæg til að neita að undirrita en Icesave sem er óafturkræf aðgerð mun hann undirrita með glöðu geði þrátt fyrir fyrirslætti eins og hann setur í þessu blaðaviðtali.

Þjóðin þarf nýjan forseta þannig að embættið yrði aftur sameiningartákn þjóðarinnar.  Ólafur Ragnar Grímsson ætti að segja af sér og það strax. 

 

 


mbl.is Forseti tekur sér frest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. desember 2009

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband