Það sem vantar í þessa umræðu !

Það er auðvitað gott og mikilvægt að allar þjóðir leggist á eitt að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 

En ef starfsemi er sett niður hér á landi og hún gefur frá sér X magn gróðurhúsalofttegunda  og þessi starfsemi leysir af hólmi sambærilega starfsemi annarsstaðar sem gefur frá sér 2X magn gróðurhúsaloftegunda, þá hefur  Ísland lagt af mörkum mikilvægt skref til minnkunar á losun gróðurhúsaloftegunda þó að losunin hér á landi aukist.  Ákvæði um það vantar i svona yfirlýsingar.


mbl.is Íslendingar munu draga úr losun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að mjólka nytin úr kúnni !

Við  Íslendingar höfum búið  við gott tekjuskattskerfi, þar sem að ein skattaprósenta gildir fyrir  alla og allir hafa persónuafslátt.  Það þýðir það að fólk með lágar tekjur greiðir mun minni skatt hlutfallslega af launum sínum heldur en fólk með hærri tekjur.  Kerfið er einfalt, skilvirkt og tryggir það að þeir með hærri laun greiða meiri skatta hlutfallslega en þeir með lægri laun. 

Nú þarf að auka tekjur ríkissjóðs.   Eðlilegasta ráðstöfunin hefði verið að ráðast  gegn atvinnuleysinu en þar berst ríkisstjórnin af fullum þunga gegn uppbyggingu á bæði á Bakka og í Helguvík og kemur með afgerandi hætti í veg fyrir að búin verði til  ný störf.  Á meðan eru þúsundir einstaklinga atvinnulausir sem ekki greiða neina skatta en þyggja atvinnuleysisbætur.   Að virkja þennan hóp í atvinnulífið væri besta og skilvirkasta ráðstöfunin til að auka tekjur í ríkisskassann.  Nei það má ekki því nú er orðið bannorð að virkja og bannorð að leggja rafmagnslínur um landið okkar og því verða þúsundir Íslendinga áfram atvinnulausir.

Lausnin hjá  ríkisstjórninn er að henda núverandi kerfi og taka upp þrepaskipt skattkerfi og skattleggja þyngra þá með hærri laun.  Ef ríkisstjórnin vildi auka álögur á þá  tekjumeiri þá hefði verið mun eðlilegra og  einfaldara í framkvmd hækka skattaprósentuna, eða bara bæta við hátekjuskatti eins og var um árið.  Slík breyting hefði ekki kostað jafn umfangsmikla vinnu vegna kerfisbreytingar hjá bæði Alþingismönnum og embættismönnum.  Sú vinna hefði verið betur nýtt  í margt annað.

Það er margsannað ef skattaálögur aukast yfir eitthvað ákveðið stig, þá eykur það ekki skattekjurnar.  Í heimi hagræðinnar er þetta kennt við Laffer.   Á einfaldri íslensku heitir það að mjólka nytin úr kúnni, þ.e. ef kusa er  mjólkuð of hart þá minnkar það sem hún gefur af mjólk og í versta falli hætt að mjólka.  Það er vonandi að ríkisstjórnin mjólki ekki nytin úr íslensku samfélagi.


mbl.is Skattafrumvörp til nefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. desember 2009

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband