Eðlilegt að spyrja hver sé framtíðarleiðtogi Samfylkingar.

Það hlýtur að vera eðlilegt að flokksmenn Samfylkingar velti fyrir  sér hvort heppilegt sé að ISG leiði flokkinn í næstu kosningum.  Ingibjörg á sannarlega glæstan feril í borgarmálum, eftir að hafa leitt R-listann til  sigurs í 3 kosningum.  Á þeim tíma virtist enginn  eiga roð í hana í rökræðum og hún var öryggið uppmálað og eðlilegt að vinstri menn horfðu til hennar sem framtíðarleiðtoga.

Vistaskipti hennar yfir í landsmálin hafa þó verið frekar brösug.   Ég minnist þess að  eftirfarandi 3 ástæður hafa verið nefndar fyrir  stjórnarslitum við  Sjálfstæðisflokk.

a) Hlutirnir gengu of hægt undir forystu Geirs Haarde.  Staðreyndin er sú að flest frumvörp sem núverandi ríkisstjórn er að leggja fram urðu til  í fyrri ríkisstjórn en beið afgreiðslu hjá Samfylkingunni vegna veikinda ISG.  Hlutirnir gengu því hægt vegna þess að Samfylkingin var ekki í stakk búinn til að afgreiða mál í fjarveru ISG.

b) Sjálfstæðisflokkur verður að breyta um Evrópustefnu.  Staðreyndin er sú að Sjálfstæðisflokkurinn var og er á fullu í naflaskoðun um Evrópumálin.  Ekki er hægt að sjá að neitt sambærilegt sé í gangi hjá VG.  Þannig  treystir Samfylkingin sér að vinna með flokki sem er mest á móti umsókn Íslands í EU.  

c) Samfylkingin vildi forsætisráðuneytið.  Staðreyndin var sú að eftir að ljóst var að Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún voru veik, þá myndi Þorgerður Katrín verða forsætisráðherra, fyrst íslenskra kvenna.  Þetta gat ISG & Co ekki hugsað sér.  Það varð því úr að mynda nýja stjórn með Jóhönnu sem forsætisráðherra. 

Það að ISG segi að Samfylking  hafi axlað ábyrgð með því að mynda nýja stjórn stenst því alls ekki nánari skoðun, heldur voru búnar til ástæður til að slíta samstarfinu og flokkur hennar var ekki í takt á meðan hún var á sjúkrahúsi og ástæður fyrir stjórnarslitunum voru ódýrar og Samfylkingunni ekki til  sóma.

Það má því færa efnisleg rök fyrir því að ISG geti ekki verið hluti af hinu nýja Íslandi, frekar en Davíð Oddsson, Ólafur Ragnar Grímsson, bankastjórar gömlu bankanna nú eða Geir Hilmar Haarde.   til þess er einnig hún of innvinkluð í margt í gamla kerfinu.   Krafan um nýtt fólk fyrir hið nýja Ísland nær einnig til  hennar.

Ekki bætir það að ISG tók þátt  í einni  mestu vitleysu i utanríkismálum þegar hundruðum milljóna af  skattfé landsmanna var kastað á eldinn með framboði til Öryggisráðs Sameinuðuþjóðanna.   Ríkissjóður hefði núna full not fyrir þessa fjármuni í þarfari hluti.

Hvorki Jón Baldvin eða Jóhanna eru framtíðarleiðtogi fyrir Samfylkinguna, einfaldlega vegna þess að þeirra  tími er liðinn eða að líða.  Framtíðarverkefni  þeirra beggja er að njóta eftirlaunaáranna en ekki vera í fremstu röð íslenskra stjórnmála.  Mikilvægasta hlutverk ISG hlýtur að vera að ná fyrri heilsu og hún getur ekki verið hluti af hinu Nýja Íslandi.  Þegar allt þetta er lagt saman þá er deginum ljósara að eðlilegt er að spyrja hver verður framtíðarleiðtogi Samfylkingar ?

 


mbl.is Ingibjörg Sólrún ekki að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. febrúar 2009

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband